Ímyndaðu þér að þú sért átján ára stúlka... Stella Samúelsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:01 Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun