„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. ágúst 2024 19:01 igurður Magnús Skúlason starfaði hjá Skaganum 3X í áratugi. vísir/Arnar Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. „Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“ Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33