Fann fimm ástæður fyrir því af hverju Man. City verður ekki enskur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 Algeng sjón á vorin. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, brosandi með enska meistarabikarinn. Getty/Michael Regan/ Veðbankar eru á því að Manchester City verði enskur meistari fimmta árið í röð en það er von fyrir önnur lið samkvæmt fróðlegum pistli á ESPN. Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor.
Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira