Gaukarnir gista og fá snyrtingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 21:31 Þórdís Lilja Einarsdóttir rekur hótel og snyrtistofu fyrir fugla sem nefnist Fugladekur. Einar Kristinn Gröndal Stefánsson starfar hjá móður sinni. Fuglinn Vúdu lætur sig ekki vanta á myndina en hann neitaði að snúa aftur heim eftir hóteldvölina hjá mæðginunum. Vísir/Arnar Kona sem fékk sér páfagauk fyrir ári rekur nú fuglahótel þar sem gestir geta líka fengið gogg- og klóasnyrtingu. Sumir fuglar hafa verið það ánægðir með dvölina að þeir urðu eftir. Hótelstýran segir fuglaeigendur himinlifandi með þennan nýja valmöguleika. Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum. Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum.
Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira