Enginn vindmyllugarður án bættra vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:01 Myllurnar myndu sjást úr mikilli fjarlægð, enda allt að 200 metra háar. Á myndinni eru vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar í Færeyjum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“ Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“
Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30
Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27