Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira