„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Telma Tómasson og Eiður Þór Árnason skrifa 14. ágúst 2024 07:30 Þorbjörg María mætti í sett í gær og svaraði spurningum um afstöðu Landverndar til nýtingar vindorkunnar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið. Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið.
Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27