„Þetta gæti bara byrjað hvenær sem er“ Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. ágúst 2024 21:25 Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast. Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu í dag og telja þeir nú hátt í hundrað á sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir að gos gæti í raun byrjað hvenær sem er en líka teygst fram í september. „Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
„Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira