Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Vincent Kompany og Jóhann Berg Guðmundsson þurfa ekki að hlusta meira hvor á annan í vetur, því Kompany er farinn til Þýskalands. Samsett/Getty Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira