Óvíst hvort ferðamennirnir séu á yfirgefna bílaleigubílnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 16:19 Bjarki Oddsson er varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Ívar Fannar Ekki er víst að bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum sé á vegum ferðamanna sem tilkynntu Neyðarlínunni í netspjalli í gær að þeir væru fastir í helli. Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29
Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27