„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Vilhelm Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum. Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent