Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:33 Bjarni segir Sjálfstæðismenn taka stöðunni alvarlega. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira