Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2024 14:19 Viðmælendur fréttastofu voru ánægðir með embættisverk Guðna undanfarin átta ár. Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“ Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“
Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira