Di María: Hótanir komu í veg fyrir draumaendinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 07:31 Di María óttast öryggi fjölskyldu sinnar og treystir sér ekki til að flytja heim til Rosario í Argentínu. Getty/Ira L. Black Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlaði alltaf að enda feril sinn í fæðingarbænum en ekkert verður nú af því. Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest. Argentína Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest.
Argentína Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira