Ber ekki vitni í spillingarrannsókn á eiginkonu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 14:53 Hópur stjórnarandstæðinga stóð fyrir utan Moncloa-höllina á meðan Sánchez ræddi við rannsóknardómarann og krafðist afsagnar forsætisráðherrans. Þeir héldu meðal annars á spjaldi með mynd af forsætisráðherrahjónunum þar sem þau voru lýst sek. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, baðst undan að bera vitni í réttarrannsókn á meintri spillingu eiginkonu hans í dag. Hann sakar dómarann sem rannsakar málið um embættisafglöp. Rannsókn hófst á því hvort að Begoña Gómez, eiginkona Sánchez, hefði notfært sér aðstöðu sína til þess að fá styrktaraðila að meistaranámi sem hún hafði umsjón eftir kæru frá samtökum sem tengjast ysta hægri spænskra stjórnmála. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna málsins í apríl. Forsætisráðherrann kom fyrir dómarann í Moncloa-höllinni í Madrid þar sem hann hefur aðsetur. Hann nýtti sér rétt sinn samkvæmt lögum sem heimila honum að neita að bera vitni gegn maka sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með dómaranum í för var lögmaður Gómez og öfgahægriflokksins Vox sem kærði Gómez. Sánchez hefur ítrekað hafnað ásökunum á hendur konu sinnar en hún hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um þær. Ríkissaksóknari höfðaði mál fyrir hönd Sánchez gegn dómaranum sem rannsakar ásakanirnar fyrir meint embættisglöp í dag. Pilar Alegría, talskona ríkisstjórnar Sánchez, sagði að málsóknin gegn dómaranum snerist um að að verja sjálfstæði dómstóla fyrir þeim sem láti stjórnast af pólitískum hvötum og utan ramma laganna. Spánn Tengdar fréttir Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Rannsókn hófst á því hvort að Begoña Gómez, eiginkona Sánchez, hefði notfært sér aðstöðu sína til þess að fá styrktaraðila að meistaranámi sem hún hafði umsjón eftir kæru frá samtökum sem tengjast ysta hægri spænskra stjórnmála. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna málsins í apríl. Forsætisráðherrann kom fyrir dómarann í Moncloa-höllinni í Madrid þar sem hann hefur aðsetur. Hann nýtti sér rétt sinn samkvæmt lögum sem heimila honum að neita að bera vitni gegn maka sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með dómaranum í för var lögmaður Gómez og öfgahægriflokksins Vox sem kærði Gómez. Sánchez hefur ítrekað hafnað ásökunum á hendur konu sinnar en hún hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um þær. Ríkissaksóknari höfðaði mál fyrir hönd Sánchez gegn dómaranum sem rannsakar ásakanirnar fyrir meint embættisglöp í dag. Pilar Alegría, talskona ríkisstjórnar Sánchez, sagði að málsóknin gegn dómaranum snerist um að að verja sjálfstæði dómstóla fyrir þeim sem láti stjórnast af pólitískum hvötum og utan ramma laganna.
Spánn Tengdar fréttir Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25
Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25