Mælir gegn notkun á teflonvörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 18:16 Teflon er að finna í ýmsum eldhúsáhöldum, til dæmis í pottum, pönnum, bökunarpappír og pítsukössum. Getty Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði mælir gegn notkun á pönnum og öðrum eldhúsáhöldum sem innihalda teflon, og mælir með keramík- eða stáláhöldum í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg langtímaáhrif teflons, þar með talið auknar líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði við Holbæk sjúkrahúsið í Danmörku ræddi hina svokölluðu teflonflensu í Reykjavík síðdegis. Hún útskýrir hvað efnið teflon, sem húðar áhöld eins og potta, pönnur og önnur eldhúsáhöld, er, og neikvæð langtímaáhrif notkunar á tefloni. „Þetta er mjög stór hópur manngerðra efna, sem inniheldur þessi flúorefni, PFOS og PFOA-efni og mörg önnur skyld efnasambönd. “ Hún segir efnaflokkinn gríðarlega stóran en efnin búi yfir svipuðum eiginleikum. Upprunalega séu þau þróuð til að auðvelda daglegt líf. „Eins og til dæmis að nota pönnur sem maturinn festist ekki við, sem er auðvitað bráðsniðugt en hefur kannski einhverjar afleiðingar. Til að mynda þessi bráðu einkenni sem þessi teflonflensa er.“ Einkenna vart eftir nokkrar klukkustundir Einkenni teflonflensu segir Una stafa af innöndun á gufum sem myndast frá ofhituðum teflonpönnum og teflonhúðuðum áhöldum. „Þetta felur í sér losun á bólgumyndandi efnum í líkamanum og virkjun á hvítum blóðfrumum sem valda einkennum í líkamanum sem eru hreinlega flensulík einkenni. Þetta eru eins og hefðbundin einkenni flensu og jafnvel öndunarfæraeinkenni líka.“ Nái teflonáhald tvö til þrjú hundruð gráðu hita losni efni frá þeim og berast út í andrúmsloftið. Einkennin komi fram innan nokkurra klukkustunda eftir að einstaklingur hefur verið útsettur fyrir slíkum gufum. „En af því að þetta hefur þessa vatns- og fitufráhrindandi eiginleikar, þá hefur það náttúrlega reynst þægilegt fyrir okkur í ýmsum iðnaði og þetta er búið að breiðast út,“ segir Una og segir að teflon sé að finna í vörum eins og pítsukössum, bökunarpappír, skyndibitaumbúðum, örbylgjupoppi og blettaspreyi. „Þannig að þetta er alveg gríðarlega útbreitt í okkar samfélagi.“ Fjöldi langtímaáhrifa áhyggjuefni Til að minnka líkurnar á að verða fyrir þessari eitrun, á þá að elda við lægri hita? „Ég myndi mæla með því að nota vörur sem eru merktar sérstaklega flúorefnafríar. Forðast að nota þessa teflonhúð eins og maður getur því það er ekki bara þessi flensa sem við höfum áhyggjur af,“ segir Una og segir mestar áhyggjurnar af þeim langtímaheilsufarsáhrifum sem notkun á teflonhúðuðum vörum. Rannsóknir hafi leitt ýmislegt í ljós í tengslum við efnin. „Það eru til dæmis áhrif eins og hætta á krabbameinum. Sum efnasambönd hafa reynst vera tengd við aukna áhættu á tilteknum krabbameinum, þar með talið nýrna- og eistnakrabbameini.“ Þá leiði nýleg rannsókn í ljós að útsetning fyrir flúorefnum valdi aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum eftir tíðahvörf og hafi neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. „Og ég gæti talið upp alveg fjölda áhrifa sem við höfum áhyggjur af, eins og áhrif á æxlun, sem veldur gríðarlegum áhyggjum,“ segir Una og nefnir minni fæðingarþyngd, þroskaseinkunn, minni frjósemi og vanstarfsemi innkirtla. Iðnaðurinn nýti sér hve fá efni eru takmörkuð Una mælir með notkun stáls eða keramíkur í eldhúsinu í stað teflons. Þá mælir hún með að fólk kaupi svansmerktan bökunarpappír. „Það er auðvitað verið að reyna að takmarka útsetningu eftir að við áttuðum okkur á því hversu skaðlegt þetta getur verið. Vísindamenn eru auðvitað ekki sammála um hversu alvarlegt þetta er en það eru talsverðar áhyggjur og þar af leiðandi eru mörg lönd að gera ráðstafanir til að stjórna notkun og losun á þessum efnum.“ Til að mynda sé notkun nokkurra flúorefna takmörkuð innan Evrópska efnahagssvæðisins með reglugerðum. Þær takmarkanir nái þó ekki yfir allan efnahópinn sem slíkan. Una segir það áhyggjuefni. „Iðnaðurinn getur nýtt sér þetta og það getur leitt til þess að efnin sem heyra undir takmarkanirnar, þeim sé bara skipt út fyrir lík flúorefni sem eru ekki takmörkuð. “ Heilbrigðismál Matur Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði við Holbæk sjúkrahúsið í Danmörku ræddi hina svokölluðu teflonflensu í Reykjavík síðdegis. Hún útskýrir hvað efnið teflon, sem húðar áhöld eins og potta, pönnur og önnur eldhúsáhöld, er, og neikvæð langtímaáhrif notkunar á tefloni. „Þetta er mjög stór hópur manngerðra efna, sem inniheldur þessi flúorefni, PFOS og PFOA-efni og mörg önnur skyld efnasambönd. “ Hún segir efnaflokkinn gríðarlega stóran en efnin búi yfir svipuðum eiginleikum. Upprunalega séu þau þróuð til að auðvelda daglegt líf. „Eins og til dæmis að nota pönnur sem maturinn festist ekki við, sem er auðvitað bráðsniðugt en hefur kannski einhverjar afleiðingar. Til að mynda þessi bráðu einkenni sem þessi teflonflensa er.“ Einkenna vart eftir nokkrar klukkustundir Einkenni teflonflensu segir Una stafa af innöndun á gufum sem myndast frá ofhituðum teflonpönnum og teflonhúðuðum áhöldum. „Þetta felur í sér losun á bólgumyndandi efnum í líkamanum og virkjun á hvítum blóðfrumum sem valda einkennum í líkamanum sem eru hreinlega flensulík einkenni. Þetta eru eins og hefðbundin einkenni flensu og jafnvel öndunarfæraeinkenni líka.“ Nái teflonáhald tvö til þrjú hundruð gráðu hita losni efni frá þeim og berast út í andrúmsloftið. Einkennin komi fram innan nokkurra klukkustunda eftir að einstaklingur hefur verið útsettur fyrir slíkum gufum. „En af því að þetta hefur þessa vatns- og fitufráhrindandi eiginleikar, þá hefur það náttúrlega reynst þægilegt fyrir okkur í ýmsum iðnaði og þetta er búið að breiðast út,“ segir Una og segir að teflon sé að finna í vörum eins og pítsukössum, bökunarpappír, skyndibitaumbúðum, örbylgjupoppi og blettaspreyi. „Þannig að þetta er alveg gríðarlega útbreitt í okkar samfélagi.“ Fjöldi langtímaáhrifa áhyggjuefni Til að minnka líkurnar á að verða fyrir þessari eitrun, á þá að elda við lægri hita? „Ég myndi mæla með því að nota vörur sem eru merktar sérstaklega flúorefnafríar. Forðast að nota þessa teflonhúð eins og maður getur því það er ekki bara þessi flensa sem við höfum áhyggjur af,“ segir Una og segir mestar áhyggjurnar af þeim langtímaheilsufarsáhrifum sem notkun á teflonhúðuðum vörum. Rannsóknir hafi leitt ýmislegt í ljós í tengslum við efnin. „Það eru til dæmis áhrif eins og hætta á krabbameinum. Sum efnasambönd hafa reynst vera tengd við aukna áhættu á tilteknum krabbameinum, þar með talið nýrna- og eistnakrabbameini.“ Þá leiði nýleg rannsókn í ljós að útsetning fyrir flúorefnum valdi aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum eftir tíðahvörf og hafi neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. „Og ég gæti talið upp alveg fjölda áhrifa sem við höfum áhyggjur af, eins og áhrif á æxlun, sem veldur gríðarlegum áhyggjum,“ segir Una og nefnir minni fæðingarþyngd, þroskaseinkunn, minni frjósemi og vanstarfsemi innkirtla. Iðnaðurinn nýti sér hve fá efni eru takmörkuð Una mælir með notkun stáls eða keramíkur í eldhúsinu í stað teflons. Þá mælir hún með að fólk kaupi svansmerktan bökunarpappír. „Það er auðvitað verið að reyna að takmarka útsetningu eftir að við áttuðum okkur á því hversu skaðlegt þetta getur verið. Vísindamenn eru auðvitað ekki sammála um hversu alvarlegt þetta er en það eru talsverðar áhyggjur og þar af leiðandi eru mörg lönd að gera ráðstafanir til að stjórna notkun og losun á þessum efnum.“ Til að mynda sé notkun nokkurra flúorefna takmörkuð innan Evrópska efnahagssvæðisins með reglugerðum. Þær takmarkanir nái þó ekki yfir allan efnahópinn sem slíkan. Una segir það áhyggjuefni. „Iðnaðurinn getur nýtt sér þetta og það getur leitt til þess að efnin sem heyra undir takmarkanirnar, þeim sé bara skipt út fyrir lík flúorefni sem eru ekki takmörkuð. “
Heilbrigðismál Matur Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent