Dýrin og býflugur bæði læra og kenna Matthildur Björnsdóttir skrifar 5. ágúst 2024 08:00 Það var sérkennileg veruleika vitnun að lesa að maðurinn í Hvalveiðistöðinni telji að Hvalir hafi ekki vit, séu ekki klár dýr. Hvort að þeir hafi meðvitund um að hafa þau örlög að vera drepin af mannverum og hold þeirra étið, er spurning sem við fáum ábyggilega ekki svar við. Nema ef einhver nær að fá tjáskipti um það við þá. Staðreyndin um að skilja og viðurkenna að allt lifandi á jörðu, hefur sitt eigið vit er mikilvægt að hafa í huga. En það er ekki það sama og það sem mannverur hafa. Enda með önnur tungumál, tilgang og leiðir til að koma þekkingu sinni áfram niður sínar eigin kynslóðir. Til að vita að þau eru ekki dautt skraut, þarf fyrst áhuga og forvitni. Síðan að vera opinn fyrir að við mannverur erum ekki þær einu sem hugsi og skipuleggi. Þá er næsta skref að læra um rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum ótrúlegu dýrum jarðar. Og vörðum úthafa. Sú staðreynd að hvalir voru veiddir í ótal ár, svo hætt og byrjað aftur og það séð sem réttlætanlegt vegna takmarkaðra fæðumöguleika á landi. Dýr þá sögð heimsk og hvalir líka. Hér í Ástralíu er hinsvegar þekking á því til dæmis hve mikilvægir þeir eru í sínum heimi í sjónum og hverju þeir dreifa út í sínum heimi þarna í sjónum til gagns fyrir önnur dýr þar. Hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar hér síðan snemma á sjöunda áratugnum. Ég las bók eftir par hér sem fór í ferð til að læra um líf hvala, ekki til að drepa þá. Við að flytja til Ástralíu opnaðist nýr heimur, sjá dýrin, læra um þau. Svo að sjá ótal dýraþætti og dýralæknis-þætti. Efni eins og með rannsóknum á lífi þeirra með svo mikið meiri fjölbreytni dýra hér, en er á Íslandi. Auðvitað kenna hestar, kýr, kindur og svín og önnur dýr eins og líka gæludýr afkvæmum sínum mikilvæga hluti. Atriði fyrir líf sitt sem mannverur sjá ekki né skilja. Nema þau sem eru með mikinn áhuga fyrir því, eins og þau sem við sjáum í þáttunum „Animal Einstein“. Það efni sýnir með athyglisverðum prófum og rannsóknum á lífi þeirra. Hvernig öll möguleg dýr, stór og smá læra og kenna fyrir þá tilveru sem þau hafa. Tilvera sem er auðvitað allt önnur en okkar mannkyns. Lýsing á því til dæmis hvernig býflugur læra og kenna um sitt mikilvæga hlutverk. Verkefni sem heldur ótal plöntum virkum og mikilvægum fyrir fæðu mannkyns. Þær hafa verið að þróa það kerfi um plöntur sem eru sérsvið þeirra. Og tilgangur til að skapa líf í plöntum, svo að við mannverur fáum fæðu. Það sem lýst var í síðasta þætti um það sem þær gera er á við háskólagráðu mannvera. Nýting á heilabúi svo lítils dýrs, er á við hina nýju tækni í tölvuheiminum. En þær haft það í þúsundir ára, án þess að aðrir gætu fengið það nám. Mýrkettir eru ein af þeim skemmtilegu dýrum með sinn skemmtilega svip, og hvernig þau standa upp skoða umhverfið, og vara hin svo við ef hætta er á ferðum, ef rándýr eru í nánd. Það kom líka fram að þeir kenna ungviðinu mikilvægi þess að forðast að borða sum skordýrin í jörðinni undir þeim af því að þau skordýr eru hættuleg. Það er greinilega ansi töff nám fyrir börnin sem skiptir öllu máli fyrir líf þeirra og reynslu. Allar svokallaðar apa tegundir sem er næst okkur á DNA skala, kenna líka börnum og læra. Lífið og ferli þess að læra og lifa og kenna svo næstu kynslóð. Svo eru dýr af öllum tegundum líka mismunandi persónuleikar sem gerir þann heim enn áhugaverðari og lærdómsríkari til að skoða kennslu og lærdóm þeirra. Síðan eru það kannski eldri sálir dýra, sem hafa tekið að sér ung munaðarlaus dýr sem þau myndu annars veiða til að borða. Það sýnir að það er meira í sál þeirra en mannverur geta vitað, nema vitna það. Við sjáum Harry dýralækni sem fer í húsvitjanir, og er einstakur í ljúfmennsku og skilningi á ástæðu dýra fyrir þeirri hegðun sem eigendur skilja ekki, og hefur alltaf lausn á því. Svo er það safn dýralækna í þáttunum Bondi Vet sem sýnir bæði vinnu við gæludýr og stundum líka önnur dýr. Svo er einn villtra dýra dýragarður líka með krókódílum. Þangað eru dýralæknar stundum kallaðir til að skoða tennur og annað sem þarf. Ef það er krókódíll eða Tasmanian Tiger sem er mun minni en það er mikið ferli að sinna þeim. Svo að þau sem sinni dýrinu verði ekki að máltíð þess. Eigandi þess garðs sem er hans eign á mikið hrós skilið fyrir ást hans og endalausa vinnu til að dýrategundir deyji ekki út. Það sama á við um marga aðra dýragarða sem eru í hverju fylki, og er Taronga Zoo nálægt Sydney kannski þekktastur. Í öllum dýragörðum og dýralæknis stofnunum eru einstaklingar sem hafa skilning á hegðun hvers dýrs, og þá hvernig sé best hægt að linna sársauka þeirra án hættu á eigin lífi. Ég hef líka séð nokkra hunda sýna dýralæknum þakklæti fyrir að hafa látið þeim líða betur. Svo er það hundahúsið „dogs house“ Það er stofnun sem fær hunda sem hafa verið afhentir af einhverum ástæðum veikinda, elli eða ferðalögum til annarra lands. Fjölskyldur eða einstaklingar koma til að fá félagsskap hunds. Þá koma tveir starfsaðilar og ræða við þau um ástæður þess að vilja eða þurfa hund þá og hvernig hund þau vilji. Þau fara svo inn á skrifstofu, skoða hvaða hunda þau hafi sem passi best við viðeigandi einstaklinga, koma svo og segja þeim hvað þau hafi fundið, og spyrja hvort þau vilji hitta þann hund. Auðvitað segja allir já, og fara svo í göngu að húsinu með litlum garði. Þar hitta þau hundinn, og sjá hvernig það fari. Langoftast fer það vel, og þau fara í göngutúr með hundinn. Flestir taka hann heim og málið er afgreitt. Þessi stofnun fær líka önnur dýr til að deila út, en það eru engir þættir um að hjálpa til með að fá ketti, kanínur eða hvaða önnur dýr séu þar. Samskonar hundahús eru í Bretlandi, og við sjáum oft efni frá báðum. Síðan eru nýir þættir með Graham sem er sérfræðingur í slæmri hegðun hunda Graham er Breskur og hefur þessa þætti líka þar. Hunda-eigendur fá samband við hann á netinu skilst mér. Hann fer svo heim til þeirra og skoðar hvað vandamálið sé. Oftast er það frá því að eigendur koma fram við hundana eins og þeir séu ungbörn. Graham hefur þá ferlið í að tjá sig um það, og á endanum hefur hundurinn lært að haga sér. Stundum þarf hann að fara til viðskiptavina tvisvar af því að vandamálið er af því tagi að eigandi þurfa að vinna að atriðum í hegðun áður en hann sér um lokaatriðin. Þar sést líka að hundar eru flestir færir um að bæta hegðun sína þegar farið er rétt að þeim. Þeir þurfa einföld og ákveðin skref, og að fá góðgæti sem hrós þegar þeir hafa lært þá lexíu Svo hvernig gæti nokkuð lifandi verið sett á jörðina, ef því sé ekki gefið hlutverk og tilgang með meiru? Ég hef aldrei átt gæludýr, en elska að horfa á alla þessa dýralífs þætti. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til lengri tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Hundar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það var sérkennileg veruleika vitnun að lesa að maðurinn í Hvalveiðistöðinni telji að Hvalir hafi ekki vit, séu ekki klár dýr. Hvort að þeir hafi meðvitund um að hafa þau örlög að vera drepin af mannverum og hold þeirra étið, er spurning sem við fáum ábyggilega ekki svar við. Nema ef einhver nær að fá tjáskipti um það við þá. Staðreyndin um að skilja og viðurkenna að allt lifandi á jörðu, hefur sitt eigið vit er mikilvægt að hafa í huga. En það er ekki það sama og það sem mannverur hafa. Enda með önnur tungumál, tilgang og leiðir til að koma þekkingu sinni áfram niður sínar eigin kynslóðir. Til að vita að þau eru ekki dautt skraut, þarf fyrst áhuga og forvitni. Síðan að vera opinn fyrir að við mannverur erum ekki þær einu sem hugsi og skipuleggi. Þá er næsta skref að læra um rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum ótrúlegu dýrum jarðar. Og vörðum úthafa. Sú staðreynd að hvalir voru veiddir í ótal ár, svo hætt og byrjað aftur og það séð sem réttlætanlegt vegna takmarkaðra fæðumöguleika á landi. Dýr þá sögð heimsk og hvalir líka. Hér í Ástralíu er hinsvegar þekking á því til dæmis hve mikilvægir þeir eru í sínum heimi í sjónum og hverju þeir dreifa út í sínum heimi þarna í sjónum til gagns fyrir önnur dýr þar. Hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar hér síðan snemma á sjöunda áratugnum. Ég las bók eftir par hér sem fór í ferð til að læra um líf hvala, ekki til að drepa þá. Við að flytja til Ástralíu opnaðist nýr heimur, sjá dýrin, læra um þau. Svo að sjá ótal dýraþætti og dýralæknis-þætti. Efni eins og með rannsóknum á lífi þeirra með svo mikið meiri fjölbreytni dýra hér, en er á Íslandi. Auðvitað kenna hestar, kýr, kindur og svín og önnur dýr eins og líka gæludýr afkvæmum sínum mikilvæga hluti. Atriði fyrir líf sitt sem mannverur sjá ekki né skilja. Nema þau sem eru með mikinn áhuga fyrir því, eins og þau sem við sjáum í þáttunum „Animal Einstein“. Það efni sýnir með athyglisverðum prófum og rannsóknum á lífi þeirra. Hvernig öll möguleg dýr, stór og smá læra og kenna fyrir þá tilveru sem þau hafa. Tilvera sem er auðvitað allt önnur en okkar mannkyns. Lýsing á því til dæmis hvernig býflugur læra og kenna um sitt mikilvæga hlutverk. Verkefni sem heldur ótal plöntum virkum og mikilvægum fyrir fæðu mannkyns. Þær hafa verið að þróa það kerfi um plöntur sem eru sérsvið þeirra. Og tilgangur til að skapa líf í plöntum, svo að við mannverur fáum fæðu. Það sem lýst var í síðasta þætti um það sem þær gera er á við háskólagráðu mannvera. Nýting á heilabúi svo lítils dýrs, er á við hina nýju tækni í tölvuheiminum. En þær haft það í þúsundir ára, án þess að aðrir gætu fengið það nám. Mýrkettir eru ein af þeim skemmtilegu dýrum með sinn skemmtilega svip, og hvernig þau standa upp skoða umhverfið, og vara hin svo við ef hætta er á ferðum, ef rándýr eru í nánd. Það kom líka fram að þeir kenna ungviðinu mikilvægi þess að forðast að borða sum skordýrin í jörðinni undir þeim af því að þau skordýr eru hættuleg. Það er greinilega ansi töff nám fyrir börnin sem skiptir öllu máli fyrir líf þeirra og reynslu. Allar svokallaðar apa tegundir sem er næst okkur á DNA skala, kenna líka börnum og læra. Lífið og ferli þess að læra og lifa og kenna svo næstu kynslóð. Svo eru dýr af öllum tegundum líka mismunandi persónuleikar sem gerir þann heim enn áhugaverðari og lærdómsríkari til að skoða kennslu og lærdóm þeirra. Síðan eru það kannski eldri sálir dýra, sem hafa tekið að sér ung munaðarlaus dýr sem þau myndu annars veiða til að borða. Það sýnir að það er meira í sál þeirra en mannverur geta vitað, nema vitna það. Við sjáum Harry dýralækni sem fer í húsvitjanir, og er einstakur í ljúfmennsku og skilningi á ástæðu dýra fyrir þeirri hegðun sem eigendur skilja ekki, og hefur alltaf lausn á því. Svo er það safn dýralækna í þáttunum Bondi Vet sem sýnir bæði vinnu við gæludýr og stundum líka önnur dýr. Svo er einn villtra dýra dýragarður líka með krókódílum. Þangað eru dýralæknar stundum kallaðir til að skoða tennur og annað sem þarf. Ef það er krókódíll eða Tasmanian Tiger sem er mun minni en það er mikið ferli að sinna þeim. Svo að þau sem sinni dýrinu verði ekki að máltíð þess. Eigandi þess garðs sem er hans eign á mikið hrós skilið fyrir ást hans og endalausa vinnu til að dýrategundir deyji ekki út. Það sama á við um marga aðra dýragarða sem eru í hverju fylki, og er Taronga Zoo nálægt Sydney kannski þekktastur. Í öllum dýragörðum og dýralæknis stofnunum eru einstaklingar sem hafa skilning á hegðun hvers dýrs, og þá hvernig sé best hægt að linna sársauka þeirra án hættu á eigin lífi. Ég hef líka séð nokkra hunda sýna dýralæknum þakklæti fyrir að hafa látið þeim líða betur. Svo er það hundahúsið „dogs house“ Það er stofnun sem fær hunda sem hafa verið afhentir af einhverum ástæðum veikinda, elli eða ferðalögum til annarra lands. Fjölskyldur eða einstaklingar koma til að fá félagsskap hunds. Þá koma tveir starfsaðilar og ræða við þau um ástæður þess að vilja eða þurfa hund þá og hvernig hund þau vilji. Þau fara svo inn á skrifstofu, skoða hvaða hunda þau hafi sem passi best við viðeigandi einstaklinga, koma svo og segja þeim hvað þau hafi fundið, og spyrja hvort þau vilji hitta þann hund. Auðvitað segja allir já, og fara svo í göngu að húsinu með litlum garði. Þar hitta þau hundinn, og sjá hvernig það fari. Langoftast fer það vel, og þau fara í göngutúr með hundinn. Flestir taka hann heim og málið er afgreitt. Þessi stofnun fær líka önnur dýr til að deila út, en það eru engir þættir um að hjálpa til með að fá ketti, kanínur eða hvaða önnur dýr séu þar. Samskonar hundahús eru í Bretlandi, og við sjáum oft efni frá báðum. Síðan eru nýir þættir með Graham sem er sérfræðingur í slæmri hegðun hunda Graham er Breskur og hefur þessa þætti líka þar. Hunda-eigendur fá samband við hann á netinu skilst mér. Hann fer svo heim til þeirra og skoðar hvað vandamálið sé. Oftast er það frá því að eigendur koma fram við hundana eins og þeir séu ungbörn. Graham hefur þá ferlið í að tjá sig um það, og á endanum hefur hundurinn lært að haga sér. Stundum þarf hann að fara til viðskiptavina tvisvar af því að vandamálið er af því tagi að eigandi þurfa að vinna að atriðum í hegðun áður en hann sér um lokaatriðin. Þar sést líka að hundar eru flestir færir um að bæta hegðun sína þegar farið er rétt að þeim. Þeir þurfa einföld og ákveðin skref, og að fá góðgæti sem hrós þegar þeir hafa lært þá lexíu Svo hvernig gæti nokkuð lifandi verið sett á jörðina, ef því sé ekki gefið hlutverk og tilgang með meiru? Ég hef aldrei átt gæludýr, en elska að horfa á alla þessa dýralífs þætti. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til lengri tíma í Ástralíu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun