Gera bíómynd um deilu Roy Keane og Mick McCarthy fyrir HM 2002 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2024 13:09 Fræg ljósmynd af Mick McCarthy og Roy Keane á eyjunni Saipan. getty/Andrew Paton Kvikmynd um uppákomuna á HM 2002, þegar Roy Keane yfirgaf herbúðir írska fótboltalandsliðsins, verður frumsýnd næsta sumar. Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna. Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna.
Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn