Trinity Rodman sýndi trixið sitt á stóra sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 16:30 Trinity Rodman tekur Trin Spin. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. getty/Brad Smith Trinity Rodman var á skotskónum þegar Bandaríkin sigruðu Sambíu, 3-0, í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Markið kom eftir frábæra gabbhreyfingu sem er nefnd eftir henni. Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira