Trinity Rodman sýndi trixið sitt á stóra sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 16:30 Trinity Rodman tekur Trin Spin. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. getty/Brad Smith Trinity Rodman var á skotskónum þegar Bandaríkin sigruðu Sambíu, 3-0, í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Markið kom eftir frábæra gabbhreyfingu sem er nefnd eftir henni. Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira