Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:03 Fréttaflokkurinn „Ólympíuleikar“ hefur verið merktur með vörumerkistákni á vefsíðu RÚV til þessa en til stendur að breyta því. Skjáskot af vef RÚV Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni. Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni.
Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira