Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 22:02 Málið varðaði golfferð til útlanda. Myndin er úr safni. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar. Maðurinn var ósáttur með margt en hann setti bæði út á hótelið, golfvellina og matinn í ferðinni. Í úrskurði kærunendarinnar kemur fram að maðurinn hafi greitt 705 þúsund krónur fyrir golfferðina fyrir sjálfan sig og samferðarkonu sína. Innifalið í verðinu var flug, gisting, hálft fæði og aðgangur að golfvöllum og golfbíl. Þau fóru í ferðina í október á síðasta ári og hún stóð yfir í um tíu daga. Varla fimm stjörnu hótel Hótelið sem þau gistu á var að mati mannsins gamalt og úr sér gengið og „því varla hægt að auglýsa það sem fimm stjörnu hótel“. Þá hafi aðbúnaður og þjónusta á því ekki verið fullnægjandi, en hann sagði þjónustulund hótelstarfsmannanna hafa verið af skornum skammti. Herbergið hans hafi verið staðsett undir súð. Hann sagði að hann hafi umsvifalaust kvartað yfir því við fararstjórann sem hafi ekki brugðist við kvörtununum. Á þriðja degi hafi hann sjálfur farið niður í móttöku, óskað eftir nýju herbergi og fengið það. Ýmsir vankantar á golfvöllunum Þá sagði maðurinn að margt af því sem hafi átt að vera innifalið í ferðinni hafi ekki verið í boði. Einn af þremur golfvöllum hafi verið lokaður í ferðinni. Þá hafi ýmsir vankantar verið á hinum golfvöllunum sem voru vanhirtir að hans sögn og ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Það hafi verið erfitt fyrir manninn að fá golfbíl fyrstu tvo daga ferðarinnar. Þá minntist hann einnig á að ekki hafi verið unnt að kaupa bjór í golfbúð fyrir hring eða eftir níu holur, engir ísmolar hafi verið settir í golfbíla fyrir iðlendur. Einnig hafi verið löng bið eftir hádegismat í klúbbhúsi golfvallanna. Neitað um freyðivín Maðurinn setti einnig út á matinn. Einn af fimm veitingastöðum sem hafi verið nefndur í lýsingu ferðarinnar hafi verið lokaður. Jafnframt gerði hann athugasemd við að hafa ekki val um á hvaða veitingastað hann snæddi að hverju sinni. Úrval áfengis sem var innifalið fór einnig fyrir brjóstið á manninum, en það var takmarkað að hans sögn. Hann hafi óskað eftir freyðivíni á veitingastað en verið neitað um það. Líkt og áður segir krafðist maðurinn þess að fyrirtækið sem skipulagði ferðina myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent kaupverðsins. Fararstjóri hafi gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við kvörtunum Fyrirtækið hafnaði kröfu mannsins. Á meðal þess sem það benti á er að stjörnugjöf hótela sé ákvörðuð af óháðum þriðja aðila, og það hafi ekki verið fyrirtækið sem ákvað að um fimm stjörnu hótel væri að ræða. Þá hafi fararstjórinn ráðist í ýmsar umbætur á því sem maðurinn kvartaði yfir. Hann hafi óskað eftir því að starfsfólk hótelsins yrði liðlegra í samskiptum við manninn, hann hafi séð til þess að ísmolar væru í öllum golfbílum og að unnt væri að kaupa bjór við fyrsta teig golfvallanna. Í lýsingu ferðarinnar hafi verið tekið fram að hálf flaska af víni hússins myndi fylgja með kvöldverði ferðalanganna, en ekkert hafi verið tekið fram um tegund víns. Samningur fyrirtækisins við hótelið hafi einungis kveðið á um rauðvín, hvítvín og bjór. Hefði verið farið eftir ósk mannsins um freyðivín hefði það falið í sér auka kostnað. Fyrirtækið tók líka fram að það hefði komið fram í lýsingu ferðarinnar að einn golfvöllurinn væri tímabundið lokaður. Líkt og áður segir hafnaði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kröfu mannsins. Í úrskurði nefndarinnar segir að óumdeilt sé að manninum hafi boðist annað herbergi á hótelinu og þá hafi fyrirtækið brugðist við ýmsum kvörtunum mannsins. Ferðalög Golf Golfvellir Matur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Maðurinn var ósáttur með margt en hann setti bæði út á hótelið, golfvellina og matinn í ferðinni. Í úrskurði kærunendarinnar kemur fram að maðurinn hafi greitt 705 þúsund krónur fyrir golfferðina fyrir sjálfan sig og samferðarkonu sína. Innifalið í verðinu var flug, gisting, hálft fæði og aðgangur að golfvöllum og golfbíl. Þau fóru í ferðina í október á síðasta ári og hún stóð yfir í um tíu daga. Varla fimm stjörnu hótel Hótelið sem þau gistu á var að mati mannsins gamalt og úr sér gengið og „því varla hægt að auglýsa það sem fimm stjörnu hótel“. Þá hafi aðbúnaður og þjónusta á því ekki verið fullnægjandi, en hann sagði þjónustulund hótelstarfsmannanna hafa verið af skornum skammti. Herbergið hans hafi verið staðsett undir súð. Hann sagði að hann hafi umsvifalaust kvartað yfir því við fararstjórann sem hafi ekki brugðist við kvörtununum. Á þriðja degi hafi hann sjálfur farið niður í móttöku, óskað eftir nýju herbergi og fengið það. Ýmsir vankantar á golfvöllunum Þá sagði maðurinn að margt af því sem hafi átt að vera innifalið í ferðinni hafi ekki verið í boði. Einn af þremur golfvöllum hafi verið lokaður í ferðinni. Þá hafi ýmsir vankantar verið á hinum golfvöllunum sem voru vanhirtir að hans sögn og ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Það hafi verið erfitt fyrir manninn að fá golfbíl fyrstu tvo daga ferðarinnar. Þá minntist hann einnig á að ekki hafi verið unnt að kaupa bjór í golfbúð fyrir hring eða eftir níu holur, engir ísmolar hafi verið settir í golfbíla fyrir iðlendur. Einnig hafi verið löng bið eftir hádegismat í klúbbhúsi golfvallanna. Neitað um freyðivín Maðurinn setti einnig út á matinn. Einn af fimm veitingastöðum sem hafi verið nefndur í lýsingu ferðarinnar hafi verið lokaður. Jafnframt gerði hann athugasemd við að hafa ekki val um á hvaða veitingastað hann snæddi að hverju sinni. Úrval áfengis sem var innifalið fór einnig fyrir brjóstið á manninum, en það var takmarkað að hans sögn. Hann hafi óskað eftir freyðivíni á veitingastað en verið neitað um það. Líkt og áður segir krafðist maðurinn þess að fyrirtækið sem skipulagði ferðina myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent kaupverðsins. Fararstjóri hafi gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við kvörtunum Fyrirtækið hafnaði kröfu mannsins. Á meðal þess sem það benti á er að stjörnugjöf hótela sé ákvörðuð af óháðum þriðja aðila, og það hafi ekki verið fyrirtækið sem ákvað að um fimm stjörnu hótel væri að ræða. Þá hafi fararstjórinn ráðist í ýmsar umbætur á því sem maðurinn kvartaði yfir. Hann hafi óskað eftir því að starfsfólk hótelsins yrði liðlegra í samskiptum við manninn, hann hafi séð til þess að ísmolar væru í öllum golfbílum og að unnt væri að kaupa bjór við fyrsta teig golfvallanna. Í lýsingu ferðarinnar hafi verið tekið fram að hálf flaska af víni hússins myndi fylgja með kvöldverði ferðalanganna, en ekkert hafi verið tekið fram um tegund víns. Samningur fyrirtækisins við hótelið hafi einungis kveðið á um rauðvín, hvítvín og bjór. Hefði verið farið eftir ósk mannsins um freyðivín hefði það falið í sér auka kostnað. Fyrirtækið tók líka fram að það hefði komið fram í lýsingu ferðarinnar að einn golfvöllurinn væri tímabundið lokaður. Líkt og áður segir hafnaði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kröfu mannsins. Í úrskurði nefndarinnar segir að óumdeilt sé að manninum hafi boðist annað herbergi á hótelinu og þá hafi fyrirtækið brugðist við ýmsum kvörtunum mannsins.
Ferðalög Golf Golfvellir Matur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira