Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 07:30 Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association. Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. Hagsmunasamtökin sem um ræðir heita The European Gaming and Betting Association. Þau eru starfrækt frá Brussel í Belgíu, en þekkt veðmálafyrirtæki líkt og Betsson og Bet365 eru aðilar að samtökunum. Grein Haijers hefst á gagnrýni í garð Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem sagði í Sprengisandi á Bylgjunni að ýmis Evrópulönd væru að loka ólöglegum fjárhættuspilasíðum á netinu. Haijers segir umræddar síður, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, ekki vera ólöglegar og þá séu Evrópuríki frekar að styrkja umgjörð þeirra frekar en að loka þeim. „Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir,“ segir Haijer. Lárus sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að sér þætti ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus sem vísaði til fregna um að veðmálafyrirtækið Coolbet hefði verið ansi áberandi í kringum útilegu Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands Neytendur fari á vafasamar vefsíður í íslenska umhverfinu Í grein sinni segir Haijer núgildandi regluverk, þar sem Íslenskar getraunir einoki markaðinn, bæði fara á skjön við hvernig önnur Evrópulönd tækli málið og hvernig Íslendingar sjálfir kjósi að haga viðskiptum sínum. „Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin.“ Haijer segir umrædda leit neytandans að veðmálasíðum geta leitt þá á óöruggar síður sem séu reknar af vafasömum fyrirtækjum. „Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda,“ segir hann. Segir leyfiskerfi ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu Jafnframt hvetur Haijer íslensk stjórnvöld til að taka upp leyfiskerfi. Að hans sögn mun það verða til þess að vafasamar vefsíður muni hafa erfitt fyrir og að það myndi afla íslenska ríkinu meiri skatttekna. Hann segir fjárhagslega ávinningin ótvíræðan. Þá segir hann að upptaka slíks kerfis í Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á markaðinn. Haijer segir það ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. „Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi,“ segir hann. „Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu.“ Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Hagsmunasamtökin sem um ræðir heita The European Gaming and Betting Association. Þau eru starfrækt frá Brussel í Belgíu, en þekkt veðmálafyrirtæki líkt og Betsson og Bet365 eru aðilar að samtökunum. Grein Haijers hefst á gagnrýni í garð Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem sagði í Sprengisandi á Bylgjunni að ýmis Evrópulönd væru að loka ólöglegum fjárhættuspilasíðum á netinu. Haijers segir umræddar síður, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, ekki vera ólöglegar og þá séu Evrópuríki frekar að styrkja umgjörð þeirra frekar en að loka þeim. „Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir,“ segir Haijer. Lárus sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að sér þætti ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus sem vísaði til fregna um að veðmálafyrirtækið Coolbet hefði verið ansi áberandi í kringum útilegu Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands Neytendur fari á vafasamar vefsíður í íslenska umhverfinu Í grein sinni segir Haijer núgildandi regluverk, þar sem Íslenskar getraunir einoki markaðinn, bæði fara á skjön við hvernig önnur Evrópulönd tækli málið og hvernig Íslendingar sjálfir kjósi að haga viðskiptum sínum. „Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin.“ Haijer segir umrædda leit neytandans að veðmálasíðum geta leitt þá á óöruggar síður sem séu reknar af vafasömum fyrirtækjum. „Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda,“ segir hann. Segir leyfiskerfi ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu Jafnframt hvetur Haijer íslensk stjórnvöld til að taka upp leyfiskerfi. Að hans sögn mun það verða til þess að vafasamar vefsíður muni hafa erfitt fyrir og að það myndi afla íslenska ríkinu meiri skatttekna. Hann segir fjárhagslega ávinningin ótvíræðan. Þá segir hann að upptaka slíks kerfis í Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á markaðinn. Haijer segir það ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. „Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi,“ segir hann. „Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu.“
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira