Hafa áhyggjur af auknu ofbeldi, áhættuhegðun og vopnaburði barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 13:45 Ólöf Ásta Farsestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar er meðal þess sem kann að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Þróunin sé mikið áhyggjuefni sem tilefni sé til að rannsaka betur. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur fjölgað um tæp sautján prósent á fyrstu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Mest var fjölgunin í Reykjavík eða 20,3 prósent, en tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum samkvæmt nýlegri samantekt frá Barna- og fjölskyldustofu. Af þeim tilkynningum sem bárust á tímabilinu janúar til mars á þessu ári voru flestar vegna vanrækslu eða ríflega 40 prósent tilkynninga. Næst flestar voru tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða um 34 prósent og þá tilkynningar vegna ofbeldis rúmlega 23 prósent. Áhættuhegðun og vopnaburður barna að aukast Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir þróunina áhyggjuefni. „Við sjáum alveg gríðarlega aukningu í nánast öllum tilkynningum til barnaverndar, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða vanrækslu eða þess háttar, þá er aukning á milli ára mjög mikil myndi ég að segja,“ segir Ólöf. Hún segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað skýrir þessa aukningu. „Það sem við höfum orðið vör við í samfélaginu er aukning bæði á tilkynningum og líðan barna svolítið eftir covid-árin. Það urðu miklar breytingar þá eftir bylgjuna og það sem við erum að sjá er bæði að tilkynningum um vanrækslu og umsjón og eftirlit með börnum hefur aukist og svo er það þetta ofbeldi á milli barna og áhættuhegðun barna sem er að aukast mjög mikið undanfarin ár,“ segir Ólöf. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur farið fjölgandi að undanförnu sem er áhyggjuefni að mati Ólafar Ástu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.Vísir/Vilhelm Bæði hérlendis og erlendis hafi verið umræða meðal sérfræðingua um að kórónuveirufaraldurinn geti hafa haft áhrif á það sem er að gerast hjá börnum næstu árin á eftir. „Við erum að sjá þessar breytingar líka í ofbeldi, ofbeldi barna og þegar barn beitir ofbeldi, það eru gríðarlegar aukningar þar og vopnaburður barna sem við sjáum,“ segir Ólöf. Áföll geti leitt til ofbeldishegðunar Hún telur tilefni til að ráðast í víðtækari rannsókn til að skoða hvað veldur þróuninni. „Það vantar einhverja góða og víðtæka rannsókn sem skoðar þetta ofan í kjölinn. En þetta getur auðvitað verið samspil margra þátta og vissulega geta samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á börn og líðan barna,“ segir Ólöf. Þá hafi heimilisofbeldi og neysla áfengis og vímuefna aukist inni á heimilum barna í faraldrinum. „Neyslan færðist af börunum og inn á heimilin hjá börnum sem gerir það af verkum að það myndast kvíði, börn verða fyrir ýmsum áföllum á þessum tíma og áföll skila sér oft í ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega meðal drengja ef ekkert er að gert.“ Þar að auki hafi tölvu- og samfélagsmiðlanotkun barna aukist á tímum heimsfaraldursins. „Sem gerir það líka af verkum að þau sjá ýmislegt sem þau annars myndu ekki sjá þegar samfélagið var opið og það geta verið afleiðingar vegna þessa,“ segir Ólöf. Aðspurð segir hún aukningu tilkynninga það mikla að tilefni sé til að bregðast við. „Það er verið að bregðast við náttúrlega núna frá 2022 að þá erum við að innleiða farsældarlögin sem við vonumst til að fari að skila miklum árangri því við grípum börnin alveg á fyrsta stigi um leið og vandi byrjar að vera ljós hjá barni eða barn þarf einhverja aðstoð. Þá er mjög mikilvægt að grípa barnið um leið og það kemur upp,“ segir Ólöf. Þetta innleiðingarferli muni þó taka nokkurn tíma, jafnvel fimm til sjö ár. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur fjölgað um tæp sautján prósent á fyrstu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Mest var fjölgunin í Reykjavík eða 20,3 prósent, en tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum samkvæmt nýlegri samantekt frá Barna- og fjölskyldustofu. Af þeim tilkynningum sem bárust á tímabilinu janúar til mars á þessu ári voru flestar vegna vanrækslu eða ríflega 40 prósent tilkynninga. Næst flestar voru tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða um 34 prósent og þá tilkynningar vegna ofbeldis rúmlega 23 prósent. Áhættuhegðun og vopnaburður barna að aukast Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir þróunina áhyggjuefni. „Við sjáum alveg gríðarlega aukningu í nánast öllum tilkynningum til barnaverndar, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða vanrækslu eða þess háttar, þá er aukning á milli ára mjög mikil myndi ég að segja,“ segir Ólöf. Hún segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað skýrir þessa aukningu. „Það sem við höfum orðið vör við í samfélaginu er aukning bæði á tilkynningum og líðan barna svolítið eftir covid-árin. Það urðu miklar breytingar þá eftir bylgjuna og það sem við erum að sjá er bæði að tilkynningum um vanrækslu og umsjón og eftirlit með börnum hefur aukist og svo er það þetta ofbeldi á milli barna og áhættuhegðun barna sem er að aukast mjög mikið undanfarin ár,“ segir Ólöf. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur farið fjölgandi að undanförnu sem er áhyggjuefni að mati Ólafar Ástu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.Vísir/Vilhelm Bæði hérlendis og erlendis hafi verið umræða meðal sérfræðingua um að kórónuveirufaraldurinn geti hafa haft áhrif á það sem er að gerast hjá börnum næstu árin á eftir. „Við erum að sjá þessar breytingar líka í ofbeldi, ofbeldi barna og þegar barn beitir ofbeldi, það eru gríðarlegar aukningar þar og vopnaburður barna sem við sjáum,“ segir Ólöf. Áföll geti leitt til ofbeldishegðunar Hún telur tilefni til að ráðast í víðtækari rannsókn til að skoða hvað veldur þróuninni. „Það vantar einhverja góða og víðtæka rannsókn sem skoðar þetta ofan í kjölinn. En þetta getur auðvitað verið samspil margra þátta og vissulega geta samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á börn og líðan barna,“ segir Ólöf. Þá hafi heimilisofbeldi og neysla áfengis og vímuefna aukist inni á heimilum barna í faraldrinum. „Neyslan færðist af börunum og inn á heimilin hjá börnum sem gerir það af verkum að það myndast kvíði, börn verða fyrir ýmsum áföllum á þessum tíma og áföll skila sér oft í ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega meðal drengja ef ekkert er að gert.“ Þar að auki hafi tölvu- og samfélagsmiðlanotkun barna aukist á tímum heimsfaraldursins. „Sem gerir það líka af verkum að þau sjá ýmislegt sem þau annars myndu ekki sjá þegar samfélagið var opið og það geta verið afleiðingar vegna þessa,“ segir Ólöf. Aðspurð segir hún aukningu tilkynninga það mikla að tilefni sé til að bregðast við. „Það er verið að bregðast við náttúrlega núna frá 2022 að þá erum við að innleiða farsældarlögin sem við vonumst til að fari að skila miklum árangri því við grípum börnin alveg á fyrsta stigi um leið og vandi byrjar að vera ljós hjá barni eða barn þarf einhverja aðstoð. Þá er mjög mikilvægt að grípa barnið um leið og það kemur upp,“ segir Ólöf. Þetta innleiðingarferli muni þó taka nokkurn tíma, jafnvel fimm til sjö ár.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira