„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:01 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“ Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríksmálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið við umræðu um þingmál sem hún lagði fram um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar kvenna. Hún hefur sakað íslenska femínista um hræsni og segist standa við þau ummæli. Um sé að ræða tvær tegundir af ofbeldi sem Ísland hafi unnið gegn í þróunarsamvinnu og nú séu áhyggjur af því að það berist í auknum mæli til Íslands. „Ég var að ræða þessi þingmál mín og furðuleg viðbrögð sem ég hef fengið við þeim frá íslenskum femínistum og mér þætti það hræsni að þær skyldu ekki taka ekki undir baráttu kvenna í fjarlægari heimshlutum,“ sagði Diljá í Bítinu á Bylgjunni. Þeirri gagnrýni hennar hafi ekki verið svarað og þess í stað „bara verið ráðist á mig persónulega.“ Var þér stillt upp sem einhverjum rasista eða eitthvað slíkt? „Jájájá, ég er búin að fá fjölmargar athugasemdir og skilaboð um það og það var auðvitað tónninn í þessu viðtali á föstudaginn,“ segir Diljá og vísar þar til viðtals við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka um kvennathvarf á Bylgjunni á föstudag þar sem ummæli Diljár voru rædd. „Og sérstaklega kannski frá Lindu í Kvennaathvarfinu sem hafði svo miklar áhyggjur af því að við værum að einblína of mikið á erlenda gerendur í ofbeldismálum.“ Ekki sú fyrsta sem tekur upp þessa umræðu „Fyrir fimm árum síðan þá hélt Kvennaathvarfið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna og var sérstaklega fókusað á heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar. Fengu sérfræðinga að utan og voru sérstaklega að miða þessa umfjöllun að flóttafólki á Íslandi og ég man ekki til þess að fólk hafi ráðist eitthvað sérstaklega á Kvennaathvarfið,“ bætir Diljá við. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá samtökunum í þessum efnum. „Það virðist bara ekki vera sama hver tekur málið upp,“ segir Diljá og veltir því upp hvort stjórnmálaskoðanir fólks skipti þar höfuðmáli. Störf hennar gerð tortryggileg „Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef formaður utanríkismálanefndar, fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttargæslu í ofbeldismálum. Ef hún má ekki taka þessi mál upp, þá væri bara ágætt að fá að heyra það frá þessum blessuðu konum hver það er sem má ræða þessi mál. Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að þær væru að reyna að gera störf mín tortryggileg.“ Diljá segist reglulega hafa tekið upp málefni kvenna, bæði á sviði utanríkismála og almennt í samfélaginu. „Ég hefði bara búist við stuðningi frá þessum konum, ekki bara einhverju ímynduðu niðurrifi.“ Hún vilji sjá fólk taka höndum saman en „ekki vera að rífa hvor aðra niður með þessum hætti.“ Segir þær gerast seka um hræsni „Þetta er ofbeldi sem þessar sömu konur hafa verið að setja á oddinn á undanförnum árum og ég er að taka upp í samhengi við utanríkismál og líka hættuna á því hvernig ákveðnar tegundir af ofbeldi geta borist hingað til lands, eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um. Svo tek ég það upp og þá ég fæ þessi viðbrögð,“ bætir Diljá við og kallar þetta hræsni. „Drífa Snædal var reyndar mjög upptekin af hlutfalli ofbeldisbrota af hendi erlendra karla í þessu viðtali á Bylgjunni. Þetta er bara eitthvað sem barst ekki einu sinni í tal í þessum hlaðvarpsþætti, ég átta mig ekki á því hvers vegna hún nefnir þetta sérstaklega.“ Vísar Diljá þar til viðtals sem Þórarinn Hjartarson tók við hana í hlaðvarpinu Ein pæling og varð til þess að Drífa og Linda voru boðaðar í áðurnefnt viðtal á Bylgjunni. Hlusta má á það í spilaranum neðst í fréttinni. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríksmálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið við umræðu um þingmál sem hún lagði fram um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar kvenna. Hún hefur sakað íslenska femínista um hræsni og segist standa við þau ummæli. Um sé að ræða tvær tegundir af ofbeldi sem Ísland hafi unnið gegn í þróunarsamvinnu og nú séu áhyggjur af því að það berist í auknum mæli til Íslands. „Ég var að ræða þessi þingmál mín og furðuleg viðbrögð sem ég hef fengið við þeim frá íslenskum femínistum og mér þætti það hræsni að þær skyldu ekki taka ekki undir baráttu kvenna í fjarlægari heimshlutum,“ sagði Diljá í Bítinu á Bylgjunni. Þeirri gagnrýni hennar hafi ekki verið svarað og þess í stað „bara verið ráðist á mig persónulega.“ Var þér stillt upp sem einhverjum rasista eða eitthvað slíkt? „Jájájá, ég er búin að fá fjölmargar athugasemdir og skilaboð um það og það var auðvitað tónninn í þessu viðtali á föstudaginn,“ segir Diljá og vísar þar til viðtals við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka um kvennathvarf á Bylgjunni á föstudag þar sem ummæli Diljár voru rædd. „Og sérstaklega kannski frá Lindu í Kvennaathvarfinu sem hafði svo miklar áhyggjur af því að við værum að einblína of mikið á erlenda gerendur í ofbeldismálum.“ Ekki sú fyrsta sem tekur upp þessa umræðu „Fyrir fimm árum síðan þá hélt Kvennaathvarfið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna og var sérstaklega fókusað á heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar. Fengu sérfræðinga að utan og voru sérstaklega að miða þessa umfjöllun að flóttafólki á Íslandi og ég man ekki til þess að fólk hafi ráðist eitthvað sérstaklega á Kvennaathvarfið,“ bætir Diljá við. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá samtökunum í þessum efnum. „Það virðist bara ekki vera sama hver tekur málið upp,“ segir Diljá og veltir því upp hvort stjórnmálaskoðanir fólks skipti þar höfuðmáli. Störf hennar gerð tortryggileg „Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef formaður utanríkismálanefndar, fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttargæslu í ofbeldismálum. Ef hún má ekki taka þessi mál upp, þá væri bara ágætt að fá að heyra það frá þessum blessuðu konum hver það er sem má ræða þessi mál. Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að þær væru að reyna að gera störf mín tortryggileg.“ Diljá segist reglulega hafa tekið upp málefni kvenna, bæði á sviði utanríkismála og almennt í samfélaginu. „Ég hefði bara búist við stuðningi frá þessum konum, ekki bara einhverju ímynduðu niðurrifi.“ Hún vilji sjá fólk taka höndum saman en „ekki vera að rífa hvor aðra niður með þessum hætti.“ Segir þær gerast seka um hræsni „Þetta er ofbeldi sem þessar sömu konur hafa verið að setja á oddinn á undanförnum árum og ég er að taka upp í samhengi við utanríkismál og líka hættuna á því hvernig ákveðnar tegundir af ofbeldi geta borist hingað til lands, eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um. Svo tek ég það upp og þá ég fæ þessi viðbrögð,“ bætir Diljá við og kallar þetta hræsni. „Drífa Snædal var reyndar mjög upptekin af hlutfalli ofbeldisbrota af hendi erlendra karla í þessu viðtali á Bylgjunni. Þetta er bara eitthvað sem barst ekki einu sinni í tal í þessum hlaðvarpsþætti, ég átta mig ekki á því hvers vegna hún nefnir þetta sérstaklega.“ Vísar Diljá þar til viðtals sem Þórarinn Hjartarson tók við hana í hlaðvarpinu Ein pæling og varð til þess að Drífa og Linda voru boðaðar í áðurnefnt viðtal á Bylgjunni. Hlusta má á það í spilaranum neðst í fréttinni.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00
Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent