97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2024 20:25 Páll Magnús Guðjónsson (Palli í Mörk), 97 ára Eyjamaður og Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum, sem eru bæði að gera flotta og skemmtilega hluti á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert. Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira