Alvarleg staða uppi í kattaheimum Jón Ísak Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. júlí 2024 22:08 Hanna segir að Kattholt sé yfirfullt, köttur sé í hverju rými og rúmlega það. Vísir/Sigurjón Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. „Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón Dýr Kettir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón
Dýr Kettir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira