Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóðhátíð í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 12:16 Sérsveitin verður fjölmenn á Þjóðhátíð í sumar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira