Neville vill enskan þjálfara fyrir landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 22:31 Neville vill að heimamaður taki við enska landsliðinu af Gareth Southgate. Vísir/Getty Enska knattspyrnusambandið leitar bæði innan- og utanlands að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Sérfræðingurinn Gary Neville vill að sambandið ráði heimamann. Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira