„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góðvild fólks“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2024 23:46 Tinna Rúnarsdóttir ætlar að láta slag standa og ferðast til Srí Lanka í september en þar hefur hún að öllum líkindum fundið uppruna sinn. Vísir/Vilhelm Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. Í marsmánuði hóf Tinna að leita að blóðforeldrum sínum með aðstoð Auri Hinriksson, sem hefur mikla reynslu af slíkum verkfnum og hefur aðstoðað fjölda manns við að finna ættingja sína á Srí Lanka. Um klukkustund eftir að Tinna hafði fyrst samband við Auri hafði hún samband nánast viss um að hún væri búin að finna blóðmóður hennar. Blaðamaður Vísis spjallaði við Tinnu í apríl, sem sagði skrítna tilfinningu að vera loksins búin að komast á snoðir um hver fjölskylda hennar væri. Á sama tíma og sú umfjöllun var unnin fékk Tinna þær fréttir að móðir hennar hefði verið myrt af barnsföður sínum árið 2002. Þá hafi faðir hennar látist úr berklum þegar hún var átta ára gömul. „Ég hugsaði bara, guð minn góður. Allt í einu þekkti ég einhvern sem hefur verið myrtur. Þó hún sé hinum megin á hnettinum. Og þetta er búið að vera svona fram og til baka. Ég græt alveg ennþá suma daga,“ segir Tinna í samtali við fréttastofu. Hún stefnir nú á ferð til Srí Lanka í september, til þess að hitta sammæðra systur sínar tvær og ömmu sína. „Mér finnst svo gríðarlega mikilvægt að geta farið þar sem hún [mamma] var grafin og talað við hana. Við gerum þetta öll. Förum í kirkjugarðinn til þeirra sem við elskum og tölum við þau. Og þetta er mitt tækifæri til þess.“ Þá þyki henni mikilvægt að komast yfir upplýsingar tengdar fæðingu hennar. Liggur á að komast út Sem fyrr segir er Tinna atvinnulaus vegna þess að yngsti sonur hennar hafi enn ekki fengið inn á leikskóla. Hún hafi nýlega klárað nám við Háskólann á Akureyri og sé að borga upp námslán. „Ég er atvinnulaus leikskólakennari, eins kaldhæðnislega og það hljómar,“ segir Tinna. Ferðin til Srí Lanka kosti hana og eiginmann hennar eina og hálfa milljón. Til þess að fjármagna ferðina hefur Tinna sett af stað söfnun á Karolinafund og selt frosið pítsudeig. „Ég væri ekki að þessu ef ég væri að vinna og gæti lagt fyrir,“ segir Tinna. „Það eru þessi 111 þúsund sem mig vantar upp á. Ef ég fæ þann pening þá er ég alveg góð. Eða, þá get ég að minnsta kosti reddað mér,“ bætir hún við og bendir á að Karolinafund virki þannig að nái hún ekki markmiðinu fái hún enga peninga úr söfnuninni. Hún segir liggja á að komast út til Srí Lanka að hitta ömmu sína, sem sé orðin veik og eigi mögulega ekki langt eftir. „Ég er ekki viss um að ég myndi fyrirgefa mér það ef ég myndi fresta þessu og missa síðan af henni,“ segir Tinna. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar.Aðsend Býr sig undir erfiða reynslu „Þó að það verði spennandi að fara þarna út bý ég mig alveg undir að þetta verði töluvert erfitt, andlega erfitt. Það er auðvitað gleði að fá að sjá þetta fólk í fyrsta skipti. Þetta er náttúrlega eina fólkið í öllum heiminum fyrir utan börnin mín og hugsa: þú ert minn, þú ert skyldur mér,“ segir Tinna. Þá nefnir hún að ættingjar hennar í Srí Lanka lifi við talsvert erfiðari aðstæður en hún. „Ég geri mér sífellt meira grein fyrir því hvers langs forréttindi við búum við,“ segir Tinna. Konur í Srí Lanka fái til að mynda fæstar að eiga Facebook aðgang. „Konur mega margar ekki eiga Facebook af því að þá gætu þær farið að tala við einhverja aðra menn og fundið sér nýja menn.“ Þá hafi kona í fjölskyldunni Tinnu furðað sig á því að maðurinn hennar væri stundum heima með börnin en ekki hún. Og yfir því að Tinna hygðist sækja á vinnumarkaðinn. Hún segist gríðarlega þakklát þeim sem hafa styrkt ferðalagið. „Ég væri ekki að fara ef það væri ekki hreinlega fyrir góðvild fólks sem vill styrkja mig og sýna mér skilning á þessum tíma,“ segir Tinna. „Ég finn svo mikla ró bara við að finna þau, Auri fann út hver þau voru, finna hver er sagan mín, hvaðan og af hvaða fólki kem ég, við hvað þau unnu. Þá er svo gríðarlega mikið af spurningum svarað.“ Hlekkur á Karolinafund-söfnun Tinnu. Srí Lanka Fjölskyldumál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skrítin tilfinning að vera mögulega búin að finna mömmu sína Tinna Rúnarsdóttir ákvað fyrir um mánuði að nú væri kominn tími til að leita uppruna síns. Tinna er fædd árið 1984 og var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985. Með aðstoð Auri Hinriksson hefur hún að öllum líkindum fundið þau og langar út til Srí Lanka. 13. apríl 2024 08:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Í marsmánuði hóf Tinna að leita að blóðforeldrum sínum með aðstoð Auri Hinriksson, sem hefur mikla reynslu af slíkum verkfnum og hefur aðstoðað fjölda manns við að finna ættingja sína á Srí Lanka. Um klukkustund eftir að Tinna hafði fyrst samband við Auri hafði hún samband nánast viss um að hún væri búin að finna blóðmóður hennar. Blaðamaður Vísis spjallaði við Tinnu í apríl, sem sagði skrítna tilfinningu að vera loksins búin að komast á snoðir um hver fjölskylda hennar væri. Á sama tíma og sú umfjöllun var unnin fékk Tinna þær fréttir að móðir hennar hefði verið myrt af barnsföður sínum árið 2002. Þá hafi faðir hennar látist úr berklum þegar hún var átta ára gömul. „Ég hugsaði bara, guð minn góður. Allt í einu þekkti ég einhvern sem hefur verið myrtur. Þó hún sé hinum megin á hnettinum. Og þetta er búið að vera svona fram og til baka. Ég græt alveg ennþá suma daga,“ segir Tinna í samtali við fréttastofu. Hún stefnir nú á ferð til Srí Lanka í september, til þess að hitta sammæðra systur sínar tvær og ömmu sína. „Mér finnst svo gríðarlega mikilvægt að geta farið þar sem hún [mamma] var grafin og talað við hana. Við gerum þetta öll. Förum í kirkjugarðinn til þeirra sem við elskum og tölum við þau. Og þetta er mitt tækifæri til þess.“ Þá þyki henni mikilvægt að komast yfir upplýsingar tengdar fæðingu hennar. Liggur á að komast út Sem fyrr segir er Tinna atvinnulaus vegna þess að yngsti sonur hennar hafi enn ekki fengið inn á leikskóla. Hún hafi nýlega klárað nám við Háskólann á Akureyri og sé að borga upp námslán. „Ég er atvinnulaus leikskólakennari, eins kaldhæðnislega og það hljómar,“ segir Tinna. Ferðin til Srí Lanka kosti hana og eiginmann hennar eina og hálfa milljón. Til þess að fjármagna ferðina hefur Tinna sett af stað söfnun á Karolinafund og selt frosið pítsudeig. „Ég væri ekki að þessu ef ég væri að vinna og gæti lagt fyrir,“ segir Tinna. „Það eru þessi 111 þúsund sem mig vantar upp á. Ef ég fæ þann pening þá er ég alveg góð. Eða, þá get ég að minnsta kosti reddað mér,“ bætir hún við og bendir á að Karolinafund virki þannig að nái hún ekki markmiðinu fái hún enga peninga úr söfnuninni. Hún segir liggja á að komast út til Srí Lanka að hitta ömmu sína, sem sé orðin veik og eigi mögulega ekki langt eftir. „Ég er ekki viss um að ég myndi fyrirgefa mér það ef ég myndi fresta þessu og missa síðan af henni,“ segir Tinna. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar.Aðsend Býr sig undir erfiða reynslu „Þó að það verði spennandi að fara þarna út bý ég mig alveg undir að þetta verði töluvert erfitt, andlega erfitt. Það er auðvitað gleði að fá að sjá þetta fólk í fyrsta skipti. Þetta er náttúrlega eina fólkið í öllum heiminum fyrir utan börnin mín og hugsa: þú ert minn, þú ert skyldur mér,“ segir Tinna. Þá nefnir hún að ættingjar hennar í Srí Lanka lifi við talsvert erfiðari aðstæður en hún. „Ég geri mér sífellt meira grein fyrir því hvers langs forréttindi við búum við,“ segir Tinna. Konur í Srí Lanka fái til að mynda fæstar að eiga Facebook aðgang. „Konur mega margar ekki eiga Facebook af því að þá gætu þær farið að tala við einhverja aðra menn og fundið sér nýja menn.“ Þá hafi kona í fjölskyldunni Tinnu furðað sig á því að maðurinn hennar væri stundum heima með börnin en ekki hún. Og yfir því að Tinna hygðist sækja á vinnumarkaðinn. Hún segist gríðarlega þakklát þeim sem hafa styrkt ferðalagið. „Ég væri ekki að fara ef það væri ekki hreinlega fyrir góðvild fólks sem vill styrkja mig og sýna mér skilning á þessum tíma,“ segir Tinna. „Ég finn svo mikla ró bara við að finna þau, Auri fann út hver þau voru, finna hver er sagan mín, hvaðan og af hvaða fólki kem ég, við hvað þau unnu. Þá er svo gríðarlega mikið af spurningum svarað.“ Hlekkur á Karolinafund-söfnun Tinnu.
Srí Lanka Fjölskyldumál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skrítin tilfinning að vera mögulega búin að finna mömmu sína Tinna Rúnarsdóttir ákvað fyrir um mánuði að nú væri kominn tími til að leita uppruna síns. Tinna er fædd árið 1984 og var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985. Með aðstoð Auri Hinriksson hefur hún að öllum líkindum fundið þau og langar út til Srí Lanka. 13. apríl 2024 08:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Skrítin tilfinning að vera mögulega búin að finna mömmu sína Tinna Rúnarsdóttir ákvað fyrir um mánuði að nú væri kominn tími til að leita uppruna síns. Tinna er fædd árið 1984 og var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985. Með aðstoð Auri Hinriksson hefur hún að öllum líkindum fundið þau og langar út til Srí Lanka. 13. apríl 2024 08:01