Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir ummæli um Trump Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 15:10 Kyle Gass og Jack Black sýna listir sínar á tónleikum í Þýskalandi árið 2019. Óvíst er hvenær þeir koma aftur saman fram á sviði. EPA/TIMM SCHAMBERGER Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“ Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“
Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira