Bongóblíða á Vopnaskaki um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Valdimar Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps er alsæll hvað hefur vel tekist til með Vopnaskak og hvetur fólk til að koma austur um helgina í blíðuna og njóta þess, sem boðið er upp á. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri á Vopnafirði um helgina en þar fer fram fjölskylduhátíðin Vopnaskak fram í bongóblíðu. Vopnaskak er vikuhátíð sem hófst á mánudaginn en fjölbreytt dagskrá hefur staðið yfir alla vikuna, sem endar um helgina með miklu fjöri og frábærri dagskrá fyrir unga sem aldna. Valdimar Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Þetta er allskonar tónleikar með þekktum nöfnum á landsvísu og einnig heimamönnum. Svo er dorgveiðikeppni fyrir börnin, dorgveiðikeppni og grill og síðan var kótilettukvöld og hagyrðingakvöld á fimmtudagskvöldið. Svo eru menningarviðburðir, Vopnfirsklist, ljósmyndasýning í dag, sem verður alla helgina og svo er flott partý á veitingastaðnum, sem er hérna í Kaupvangi líka á laugardagskvöldið og eitthvað fram í nóttina,” segir Valdimar. Í dag verður dorgveiðikeppni og grill svo eitthvað sé nefnt af dagskrá helgarinnar.Aðsend Hann segir veðrið með allra besta móti, sól og blíða og heimamenn jafnt sem gestir hátíðarinnar kunni sérstaklega vel við sig í þannig aðstæðum. „Hér er náttúrulega gott veður fyrir allan peninginn og tæplega 20 gráður og þægilegur andvari næstum eins og í útlöndum,” segir sveitarstjórinn ánægður með veðurguðina. Þannig að það er bara gaman gleði og allir í stuði? „Já, já og þetta verða bara huggulegir stórtónleikar, sem verða hérna í kvöld þó það sé ekki beint ball eins og var hérna áður fyrr en þá er mikið um tónlist og allskonar gleðilega dagskrá,” alla helgina, segir Valdimar um leið og hann vekur athygli á því að kajakklúbbur hefur tekið til starfa í Vopnafirði og þá fer fram kynning á pílufélagi Vopnafjarðar á Vopnaskaki um helgina. Dagskrá Vopnaskaks 2024 Stórtónleikar verða í kvöld á Vopnaskaki.Aðsend Vopnafjörður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Vopnaskak er vikuhátíð sem hófst á mánudaginn en fjölbreytt dagskrá hefur staðið yfir alla vikuna, sem endar um helgina með miklu fjöri og frábærri dagskrá fyrir unga sem aldna. Valdimar Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Þetta er allskonar tónleikar með þekktum nöfnum á landsvísu og einnig heimamönnum. Svo er dorgveiðikeppni fyrir börnin, dorgveiðikeppni og grill og síðan var kótilettukvöld og hagyrðingakvöld á fimmtudagskvöldið. Svo eru menningarviðburðir, Vopnfirsklist, ljósmyndasýning í dag, sem verður alla helgina og svo er flott partý á veitingastaðnum, sem er hérna í Kaupvangi líka á laugardagskvöldið og eitthvað fram í nóttina,” segir Valdimar. Í dag verður dorgveiðikeppni og grill svo eitthvað sé nefnt af dagskrá helgarinnar.Aðsend Hann segir veðrið með allra besta móti, sól og blíða og heimamenn jafnt sem gestir hátíðarinnar kunni sérstaklega vel við sig í þannig aðstæðum. „Hér er náttúrulega gott veður fyrir allan peninginn og tæplega 20 gráður og þægilegur andvari næstum eins og í útlöndum,” segir sveitarstjórinn ánægður með veðurguðina. Þannig að það er bara gaman gleði og allir í stuði? „Já, já og þetta verða bara huggulegir stórtónleikar, sem verða hérna í kvöld þó það sé ekki beint ball eins og var hérna áður fyrr en þá er mikið um tónlist og allskonar gleðilega dagskrá,” alla helgina, segir Valdimar um leið og hann vekur athygli á því að kajakklúbbur hefur tekið til starfa í Vopnafirði og þá fer fram kynning á pílufélagi Vopnafjarðar á Vopnaskaki um helgina. Dagskrá Vopnaskaks 2024 Stórtónleikar verða í kvöld á Vopnaskaki.Aðsend
Vopnafjörður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira