Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 12:05 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira