Heimir og eyjarnar hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson tekur nú við sínu þriðja landsliði. Fyrst Ísland, svo Jamaíka og nú Írland. Það verður fróðlegt að sjá Eyjamanninn vinna aftur í Evrópu eftir sex ára fjarveru. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. Heimir byrjaði þjálfaraferil sinn í meistaraflokki í Vestmannaeyjum og þjálfaði bæði kvenna- og karlalið félagsins. Hans fyrsta tækifæri sem þjálfari landsliðs var aðstoðarmaður Lars Lagerback en síðan tók hann við íslenska landsliðinu. Eftir það þjálfaði hann reyndar félagsliðið Al-Arabi í Katar en það er kannski bara undantekningin sem sannar regluna. Reyndar er Katar eins og hálfgert eyríki á Arabíuskaganum en það er önnur saga. Ný eyja til að blómstra á Heimir þurfti greinilega að komast á eyju og tók næst við landsliði Jamaíka sem þjálfaði í tæp tvö ár. Í gær var Heimir síðan kynntur sem þjálfari írska landsliðsins og er því á nýbúinn að finna sér eyju til að blómstra á. Heimir Hallgrímsson Announced as the new Republic of Ireland Manager Dublin , Ireland - 10 July 2024; Heimir Hallgrímsson announced as the new Republic of Ireland Manager in Dublin. (Photo By Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images) Sú eyja er reyndar miklu nær því að vera Ísland en nokkurn tímann Jamaíka í Karabíska hafinu. Eftir langan tíma í allt öðrum menningarheimum er kominn tími hjá Eyjamanninum til að snúa aftur til baka til Evrópu. Gert frábæra hluti Á öllum þessum eyjum hefur Heimir vissulega gert frábæra hluti. Hann kom karlaliði ÍBV upp um deild og upp í toppbaráttu, fór upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum með íslenska landsliðinu, kom því inn á sín fyrstu stórmót og undir hans stjórn hefur Jamaíka hækkað sig á FIFA-listanum og tryggt sér sæti á stórmóti. Heimir Hallgrímsson kemur skilboðum inn á völlinn í leik með Jamaíka.Getty/Omar Vega Heimir tók við þjálfun karlaliðs ÍBV í ágúst 2006 en tókst ekki að bjarga liðinu úr slæmri stöðu. Hann hélt hins vegar áfram með liðið sem endaði í fjórða sæti í B-deildinni 2007 og komst síðan aftur upp með því að vinna B-deildina sumarið 2008. Liðið hélt sæti sínu á fyrsta ári og var síðan í toppbaráttunni sumarið 2010 þar sem liðið endaði að lokum í þriðja sæti, aðeins tveimur stigum frá Íslandsmeistaratitli. ÍBV varð síðan aftur í þriðja sætið árið eftir. Upp um meira en hundrað sæti Þegar Heimir og Lars tóku við íslenska landsliðinu þá fór liðið alla leið niður í 131. sæti FIFA-listans í apríl 2012 áður en þeir félagar komu liðinu inn á EM 2016 og upp í 22. sæti. Þeir bjuggu til gullaldarlið sem verður seint toppað. Heimir átti síðan eftir að fara með íslenska liðið inn á topp tuttugu í heiminum og inn á sitt fyrsta heimsmeistaramót eftir að hann tók einn við liðinu. Heimir kvaddi íslenska landsliðið eftir HM 2018 en íslenska liðið var í 32. sæti á heimslistanum eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Liðið var í 70. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu vel saman og komu íslenska landsliðinu í átta liða úrslit á EM 2016.Getty/Catherine Sleenkeste Þegar Heimir tók við liði Jamaíka í september 2022 þá var landsliðið í 64. sæti á FIFA-listanum en á þessum tæpu tveimur árum þá hefur hann komið liðinu upp um ellefu sæti og upp í 53. sæti á júnílistanum. Hafa verið á niðurleið Nú verður fróðlegt að fylgjast með írska landsliðinu. Írarnir voru í 60. sæti á nýjasta FIFA-listanum en fyrir tæpum fimm árum voru þeir í 28. sæti. Þeir hafa eins og íslenska landsliðið eftir að Heimir fór, verið á niðurleið á listanum. Heimir Hallgrímsson kom jamaíska landsliðinu á stórmót en þurfti að læra að vinna í allt öðrum menningarheimi.Getty/Hector Vivas Írar hafa misst af síðustu fjórum stórmótum og það er styttra síðan að bæði Ísland og Heimir voru á stórmóti. Þegar írska landsliðið var síðast með þá komst liðið í sextán liða úrslit á Evrópumótinu í Frakklandi. Mótinu þar sem Heimir og Lars fóru í átta liða úrslit með sigri á Englandi. Byrjar hann á móti Evrópumeisturum? Nú verður fyrsti leikur Heimis á móti Englandi í Þjóðadeildinni í haust, mögulega nýkrýndum Evrópumeisturum. Þegar hann byrjaði með Jamaíka þá var fyrsti leikurinn á móti heimsmeisturum Argentínu. Hvernig sem fer þá hefur írska landsliðið örugglega eignast mun fleiri stuðningsmenn á Íslandi og íslenskt knattspyrnufólk mun fylgjast vel með Heimi í enn einu eyjaævintýrinu sínu. Heimir Hallgrímsson eftir jafnteflið á móti Argentínu á HM í Rússlandi 2018.Getty/Simon Stacpoole Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
Heimir byrjaði þjálfaraferil sinn í meistaraflokki í Vestmannaeyjum og þjálfaði bæði kvenna- og karlalið félagsins. Hans fyrsta tækifæri sem þjálfari landsliðs var aðstoðarmaður Lars Lagerback en síðan tók hann við íslenska landsliðinu. Eftir það þjálfaði hann reyndar félagsliðið Al-Arabi í Katar en það er kannski bara undantekningin sem sannar regluna. Reyndar er Katar eins og hálfgert eyríki á Arabíuskaganum en það er önnur saga. Ný eyja til að blómstra á Heimir þurfti greinilega að komast á eyju og tók næst við landsliði Jamaíka sem þjálfaði í tæp tvö ár. Í gær var Heimir síðan kynntur sem þjálfari írska landsliðsins og er því á nýbúinn að finna sér eyju til að blómstra á. Heimir Hallgrímsson Announced as the new Republic of Ireland Manager Dublin , Ireland - 10 July 2024; Heimir Hallgrímsson announced as the new Republic of Ireland Manager in Dublin. (Photo By Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images) Sú eyja er reyndar miklu nær því að vera Ísland en nokkurn tímann Jamaíka í Karabíska hafinu. Eftir langan tíma í allt öðrum menningarheimum er kominn tími hjá Eyjamanninum til að snúa aftur til baka til Evrópu. Gert frábæra hluti Á öllum þessum eyjum hefur Heimir vissulega gert frábæra hluti. Hann kom karlaliði ÍBV upp um deild og upp í toppbaráttu, fór upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum með íslenska landsliðinu, kom því inn á sín fyrstu stórmót og undir hans stjórn hefur Jamaíka hækkað sig á FIFA-listanum og tryggt sér sæti á stórmóti. Heimir Hallgrímsson kemur skilboðum inn á völlinn í leik með Jamaíka.Getty/Omar Vega Heimir tók við þjálfun karlaliðs ÍBV í ágúst 2006 en tókst ekki að bjarga liðinu úr slæmri stöðu. Hann hélt hins vegar áfram með liðið sem endaði í fjórða sæti í B-deildinni 2007 og komst síðan aftur upp með því að vinna B-deildina sumarið 2008. Liðið hélt sæti sínu á fyrsta ári og var síðan í toppbaráttunni sumarið 2010 þar sem liðið endaði að lokum í þriðja sæti, aðeins tveimur stigum frá Íslandsmeistaratitli. ÍBV varð síðan aftur í þriðja sætið árið eftir. Upp um meira en hundrað sæti Þegar Heimir og Lars tóku við íslenska landsliðinu þá fór liðið alla leið niður í 131. sæti FIFA-listans í apríl 2012 áður en þeir félagar komu liðinu inn á EM 2016 og upp í 22. sæti. Þeir bjuggu til gullaldarlið sem verður seint toppað. Heimir átti síðan eftir að fara með íslenska liðið inn á topp tuttugu í heiminum og inn á sitt fyrsta heimsmeistaramót eftir að hann tók einn við liðinu. Heimir kvaddi íslenska landsliðið eftir HM 2018 en íslenska liðið var í 32. sæti á heimslistanum eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Liðið var í 70. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu vel saman og komu íslenska landsliðinu í átta liða úrslit á EM 2016.Getty/Catherine Sleenkeste Þegar Heimir tók við liði Jamaíka í september 2022 þá var landsliðið í 64. sæti á FIFA-listanum en á þessum tæpu tveimur árum þá hefur hann komið liðinu upp um ellefu sæti og upp í 53. sæti á júnílistanum. Hafa verið á niðurleið Nú verður fróðlegt að fylgjast með írska landsliðinu. Írarnir voru í 60. sæti á nýjasta FIFA-listanum en fyrir tæpum fimm árum voru þeir í 28. sæti. Þeir hafa eins og íslenska landsliðið eftir að Heimir fór, verið á niðurleið á listanum. Heimir Hallgrímsson kom jamaíska landsliðinu á stórmót en þurfti að læra að vinna í allt öðrum menningarheimi.Getty/Hector Vivas Írar hafa misst af síðustu fjórum stórmótum og það er styttra síðan að bæði Ísland og Heimir voru á stórmóti. Þegar írska landsliðið var síðast með þá komst liðið í sextán liða úrslit á Evrópumótinu í Frakklandi. Mótinu þar sem Heimir og Lars fóru í átta liða úrslit með sigri á Englandi. Byrjar hann á móti Evrópumeisturum? Nú verður fyrsti leikur Heimis á móti Englandi í Þjóðadeildinni í haust, mögulega nýkrýndum Evrópumeisturum. Þegar hann byrjaði með Jamaíka þá var fyrsti leikurinn á móti heimsmeisturum Argentínu. Hvernig sem fer þá hefur írska landsliðið örugglega eignast mun fleiri stuðningsmenn á Íslandi og íslenskt knattspyrnufólk mun fylgjast vel með Heimi í enn einu eyjaævintýrinu sínu. Heimir Hallgrímsson eftir jafnteflið á móti Argentínu á HM í Rússlandi 2018.Getty/Simon Stacpoole
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
„Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45
Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08
„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20
Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51