„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 11:55 Daníel segir ferðamenn veigra sér við því að koma til landsins vegna þjónustu leigubílstjóra sem fari versnandi. Vísir/Vilhelm Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“ Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“
Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira