Flestir treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 14:26 Forrysta endurnýjaðrar ríkisstjórnar: Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sjötíu og tvö prósent landsmanna treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Hins vegar treysta ellefu prósent ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum en átján prósent jafn mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira