Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 23:33 Yfirvöld gera ráð fyrir því að ruslatínslan muni taka fjölda ára. getty Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu. Everest Nepal Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu.
Everest Nepal Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira