Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 13:30 Vísir/Vilhelm „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ Þetta segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, en hún og Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tókust á í Sprengisandi um verkefni Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, sem hefur verið mikið á milli tanna íbúa í Hafnarfirði undanfarið. Rósa segir kosningu vel koma til greina en Jón segir mikilvægt að kjósa um staðsetningu borteiga Carbfix áður en það er orðið um seinan. Rúmlega 5300 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði en íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á náttúruna og gagnrýna stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta um níu til fimmtán milljarða. Kallar eftir betri upplýsingagjöf Viðreisn hefur gefið út að flokkurinn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til að hefja framkvæmdir á landsvæði bæjarins. Jón hefur kallað eftir aukinni upplýsingagjöf til íbúa. „Hugmyndin að þessu er sú að í upphafi þegar málið er kynnt fyrir bæjarstjórn fyrir rúmu ári síðan þá var það alltaf þannig að þetta skyldi gert í góðu samráði og í sátt við íbúa. Nú á síðustu vikum hefur okkur orðið það ljóst að töluverður fjöldi íbúa er með fyrirvara, hafa ekki verið upplýst, eru ekki með staðreyndir á málinu og hafa miklar áhyggjur,“ segir hann og segir áhyggjur eðlilegar þar sem starfsemin sé í raun í bakgarði íbúa. Sé hægt að finna nýjan stað fyrir verkefnið Hann segir það ámælisvert að Hafnarfjarðarbær hafi staðið illa að upplýsingagjöf til íbúa þegar að bæjarstjórn hefur haft nægan tíma. Það sé jákvætt að íbúar séu að vakna til vitundar um málið núna. Hann telur það eina rétta í stöðunni að íbúar fái að kjósa um aðalskipulagstillöguna sem nær til borteiganna tíu sem munu dæla koldíoxíð ofan í jörðina. Ekki er búið að samþykkja tillöguna Hann segir að þó að fólk komi til með að kjósa gegn verkefninu þýði það ekki endilega að það verði lagt niður og segir að þá verði skoðaðir nýir möguleikar. Hann ítrekar að það sé staðsetningin sem valdi fólki áhyggjum og að það væri hægt að finna nýjan stað fyrir borteiganna. Þurfi að finna réttan tíma til að kjósa Rósa ítrekar að aðeins sé um viljayfirlýsingu að ræða að svo stöddu og segir að það séu fjölmargir aðrir þættir sem eigi eftir að ganga frá áður en verkefnið raungerist. Hún útilokar ekki íbúakosningu um málið en segir að það þurfi að skoða hvenær rétti tímapunkturinn sé til ráðast í það. „Núna erum við á þessum stað að málið er hjá skipulagsstofnun og við erum að bíða eftir umhverfismati. Það hafa komið tugir umsagna um málið og staðsetningu teiganna og framkvæmdina sem slíka.“ Höfnin gæti verið búbót fyrir bæinn Rósa segir umhverfismatið vera gríðarlega mikilvægt fyrir framhaldið og tekur fram að það eigi eftir að fara fram betra mat á fjárhagslegum þáttum framkvæmdanna. Hún segir mikil tækifæri felast í stækkun á höfninni við Straumsvík og bendir á að þá geti bærinn hætt þungaflutningum í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar. „Bærinn mun ekki fara í það á okkar vakt að taka lán fyrir slíkri hafnaruppbyggingu sem í fyrsta áfanga myndi bara snúast um Carbfix-verkefnið. Við eigum eftir að klára það allt gagnvart Carbfix, hvort að þeir fjármagni það með styrknum sem er að koma frá Evrópu eða fái þriðja aðila til þess.“ Hún segir að þegar að fyrrgreind atriði liggi fyrir sé hægt að taka ákvörðun hvort að farið verði af stað með verkefnið. Þá sé hægt að skoða hvort að það verði efnt til kosningu meðal íbúa. Þurfa að kjósa áður en það sé um seinan „Ég er einfaldlega að segja það að ef við förum í kosningu seinna meir þegar við erum komin í einhvers konar skuldbindandi gjörning við Carbfix að þá er bærinn kannski í slæmum málum. Núna snýst þetta um staðsetningu borteiganna,“ segir Jón og segir mikilvægt að kjósa áður en það verður of seint. Rósa segist skilja áhyggjur íbúa vegna grennd borteiganna við íbúðabyggð en tekur fram að aðeins tveir borteigar munu vera nálægt íbúðabyggð og að hinir átta munu vera í tveggja til þriggja kílómetra fjarlægð frá Völlunum. Bæði jákvæð gagnvart verkefninu sjálfu Spurð hvort að þau séu sannfærð um að starfsemi Coda Terminal sé gott verkefni fyrir bæjarfélagið svara þau bæði játandi. Jón hafi verið jákvæður gagnvart verkefninu frá upphafi. Hann segir ágreininginn ekki snúast um verkefnið sjálft heldur hvar það eigi heima. Hann bendir á að það sé enginn ágreiningur um verkefni Carbfix á Hellisheiði. Rósa segir mikilvægt að að fá umhverfismatið í hendurnar fyrst áður en tekin er ákvörðun um öryggi verkefnisins. „Þetta verður ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu íbúanna.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, en hún og Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tókust á í Sprengisandi um verkefni Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, sem hefur verið mikið á milli tanna íbúa í Hafnarfirði undanfarið. Rósa segir kosningu vel koma til greina en Jón segir mikilvægt að kjósa um staðsetningu borteiga Carbfix áður en það er orðið um seinan. Rúmlega 5300 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði en íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á náttúruna og gagnrýna stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta um níu til fimmtán milljarða. Kallar eftir betri upplýsingagjöf Viðreisn hefur gefið út að flokkurinn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til að hefja framkvæmdir á landsvæði bæjarins. Jón hefur kallað eftir aukinni upplýsingagjöf til íbúa. „Hugmyndin að þessu er sú að í upphafi þegar málið er kynnt fyrir bæjarstjórn fyrir rúmu ári síðan þá var það alltaf þannig að þetta skyldi gert í góðu samráði og í sátt við íbúa. Nú á síðustu vikum hefur okkur orðið það ljóst að töluverður fjöldi íbúa er með fyrirvara, hafa ekki verið upplýst, eru ekki með staðreyndir á málinu og hafa miklar áhyggjur,“ segir hann og segir áhyggjur eðlilegar þar sem starfsemin sé í raun í bakgarði íbúa. Sé hægt að finna nýjan stað fyrir verkefnið Hann segir það ámælisvert að Hafnarfjarðarbær hafi staðið illa að upplýsingagjöf til íbúa þegar að bæjarstjórn hefur haft nægan tíma. Það sé jákvætt að íbúar séu að vakna til vitundar um málið núna. Hann telur það eina rétta í stöðunni að íbúar fái að kjósa um aðalskipulagstillöguna sem nær til borteiganna tíu sem munu dæla koldíoxíð ofan í jörðina. Ekki er búið að samþykkja tillöguna Hann segir að þó að fólk komi til með að kjósa gegn verkefninu þýði það ekki endilega að það verði lagt niður og segir að þá verði skoðaðir nýir möguleikar. Hann ítrekar að það sé staðsetningin sem valdi fólki áhyggjum og að það væri hægt að finna nýjan stað fyrir borteiganna. Þurfi að finna réttan tíma til að kjósa Rósa ítrekar að aðeins sé um viljayfirlýsingu að ræða að svo stöddu og segir að það séu fjölmargir aðrir þættir sem eigi eftir að ganga frá áður en verkefnið raungerist. Hún útilokar ekki íbúakosningu um málið en segir að það þurfi að skoða hvenær rétti tímapunkturinn sé til ráðast í það. „Núna erum við á þessum stað að málið er hjá skipulagsstofnun og við erum að bíða eftir umhverfismati. Það hafa komið tugir umsagna um málið og staðsetningu teiganna og framkvæmdina sem slíka.“ Höfnin gæti verið búbót fyrir bæinn Rósa segir umhverfismatið vera gríðarlega mikilvægt fyrir framhaldið og tekur fram að það eigi eftir að fara fram betra mat á fjárhagslegum þáttum framkvæmdanna. Hún segir mikil tækifæri felast í stækkun á höfninni við Straumsvík og bendir á að þá geti bærinn hætt þungaflutningum í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar. „Bærinn mun ekki fara í það á okkar vakt að taka lán fyrir slíkri hafnaruppbyggingu sem í fyrsta áfanga myndi bara snúast um Carbfix-verkefnið. Við eigum eftir að klára það allt gagnvart Carbfix, hvort að þeir fjármagni það með styrknum sem er að koma frá Evrópu eða fái þriðja aðila til þess.“ Hún segir að þegar að fyrrgreind atriði liggi fyrir sé hægt að taka ákvörðun hvort að farið verði af stað með verkefnið. Þá sé hægt að skoða hvort að það verði efnt til kosningu meðal íbúa. Þurfa að kjósa áður en það sé um seinan „Ég er einfaldlega að segja það að ef við förum í kosningu seinna meir þegar við erum komin í einhvers konar skuldbindandi gjörning við Carbfix að þá er bærinn kannski í slæmum málum. Núna snýst þetta um staðsetningu borteiganna,“ segir Jón og segir mikilvægt að kjósa áður en það verður of seint. Rósa segist skilja áhyggjur íbúa vegna grennd borteiganna við íbúðabyggð en tekur fram að aðeins tveir borteigar munu vera nálægt íbúðabyggð og að hinir átta munu vera í tveggja til þriggja kílómetra fjarlægð frá Völlunum. Bæði jákvæð gagnvart verkefninu sjálfu Spurð hvort að þau séu sannfærð um að starfsemi Coda Terminal sé gott verkefni fyrir bæjarfélagið svara þau bæði játandi. Jón hafi verið jákvæður gagnvart verkefninu frá upphafi. Hann segir ágreininginn ekki snúast um verkefnið sjálft heldur hvar það eigi heima. Hann bendir á að það sé enginn ágreiningur um verkefni Carbfix á Hellisheiði. Rósa segir mikilvægt að að fá umhverfismatið í hendurnar fyrst áður en tekin er ákvörðun um öryggi verkefnisins. „Þetta verður ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu íbúanna.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent