Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 14:04 Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, segir að verkefni Coda Terminal muni ekki koma til með að hafa áhrif á neysluvatn. Aðsend/Vilhelm 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira