Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2024 11:42 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála. Vísir/vilhelm Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira