Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 12:37 Skipaður hefur verið starfshópur sem mun skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Vísir/Vilhelm/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp. Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp.
Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira