Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 14:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Peningastefnunefnd bankans kemur næst saman í ágúst til að ákvarða hvort stýrivextir verði lækkaðir, hækkaðir eða standa í stað. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. Hagfræðideildin telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir næst þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í ágúst. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. „Undanfarið höfum við spáð því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar í ágúst, en að líklega telji nefndin sér fært að hefja vaxtalækkunarferli í október. Í ljósi verðbólguhorfa sýnist okkur nú að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar,“ segir í nýjasta fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir enn fremur að verðbólgan og hjöðnun hennar hafi verið í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm hafi lækkað örlítið og það eigi við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti hafi verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum lækkað á milli mánaða í júní. Vísitalan hækkaði minna en í júní í fyrra og því hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2 prósent í 5,8 prósent. „Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn,“ segir í fréttabréfinu og að þau telji líklegt að verðbólgan verði tregbreytanleg næstu mánuðina. Hún muni haldast óbreytt fram á haust og í ljós þess verði vöxtum haldið óbreyttum í ágúst. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari aftur upp í 5,9 prósent í júlí og haldist óbreytt í ágúst áður en hún dettur aftur niður í 5,8 prósent í september. Þannig teljum við að hægi á hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, enda var vísitalan ekki á jafn hraðri uppleið síðasta sumar eins og í byrjun síðasta árs,“ segir í fréttabréfinu. Velta dróst saman Þar kemur jafnframt fram að velta í hagkerfinu hafi dregist saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna. Þá kemur fram að íbúðaverð hafi haldið áfram að hækka í maí og að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4 prósent á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir. Í fréttabréfinu kemur fram að frá því síðasta vor hafi heimilin almennt tekið verðtryggð lán og greitt inn á óverðtryggð lán. Í maí virðist sérstaklega hafa færst í aukana að lántakar greiði upp óverðtryggð lán hjá bönkum og lántaka á verðtryggðum fastvaxtalánum hjá bönkum jókst mun meira en mánuðina á undan. Á vinnumarkaði virðist samkvæmt fréttabréfinu lítillega hafa dregist úr spennu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur þannig tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra í samræmi við hóflega kjarasamninga á vinnumarkaði og atvinnuleysi er aðeins meira en á sama tíma í fyrra. Verðlag Landsbankinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hagfræðideildin telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir næst þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í ágúst. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. „Undanfarið höfum við spáð því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar í ágúst, en að líklega telji nefndin sér fært að hefja vaxtalækkunarferli í október. Í ljósi verðbólguhorfa sýnist okkur nú að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar,“ segir í nýjasta fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir enn fremur að verðbólgan og hjöðnun hennar hafi verið í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm hafi lækkað örlítið og það eigi við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti hafi verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum lækkað á milli mánaða í júní. Vísitalan hækkaði minna en í júní í fyrra og því hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2 prósent í 5,8 prósent. „Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn,“ segir í fréttabréfinu og að þau telji líklegt að verðbólgan verði tregbreytanleg næstu mánuðina. Hún muni haldast óbreytt fram á haust og í ljós þess verði vöxtum haldið óbreyttum í ágúst. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari aftur upp í 5,9 prósent í júlí og haldist óbreytt í ágúst áður en hún dettur aftur niður í 5,8 prósent í september. Þannig teljum við að hægi á hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, enda var vísitalan ekki á jafn hraðri uppleið síðasta sumar eins og í byrjun síðasta árs,“ segir í fréttabréfinu. Velta dróst saman Þar kemur jafnframt fram að velta í hagkerfinu hafi dregist saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna. Þá kemur fram að íbúðaverð hafi haldið áfram að hækka í maí og að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4 prósent á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir. Í fréttabréfinu kemur fram að frá því síðasta vor hafi heimilin almennt tekið verðtryggð lán og greitt inn á óverðtryggð lán. Í maí virðist sérstaklega hafa færst í aukana að lántakar greiði upp óverðtryggð lán hjá bönkum og lántaka á verðtryggðum fastvaxtalánum hjá bönkum jókst mun meira en mánuðina á undan. Á vinnumarkaði virðist samkvæmt fréttabréfinu lítillega hafa dregist úr spennu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur þannig tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra í samræmi við hóflega kjarasamninga á vinnumarkaði og atvinnuleysi er aðeins meira en á sama tíma í fyrra.
Verðlag Landsbankinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira