Hundsbitum fari fjölgandi Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 21:01 Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur. Vísir/Ívar Fannar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell. Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell.
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira