Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 20:31 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk að finna fyrir því í leik FH og Tindastóls á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjá meira
Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn