„Þetta var smá stressandi“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 25. júní 2024 20:45 Berglind Rós Ágústsdóttir stekkur manna hæst á myndinni. Twitter@KIFOrebro „Þetta er mjög ljúft, þetta var sigur sem var ótrúlega góður. Við erum að mæta mjög góðu Þór/KA liði og þetta er erfiður heimavöllur. Við vissum það þannig við erum mjög ánægðar með stigin,“ sagði Berglind Rós Ágústdóttir fyrirliði Vals eftir endurkomu sigur á Þór/KA, lokatölur 2-1. Fyrri hálfleikur var með öllu tíðindalaus en Valur hélt betur í boltann án þess þó að ná að skapa sér færi. „Fyrri hálfleikur var ekki slæmur en heldur ekki mjög góður. Við vorum ekki að skapa okkur rosalega mikið, bæði liðin voru að gera sitt. Í seinni hálfleik komu Þór/KA sterkar inn og ná inn þessu marki. Þegar við fengum það á okkur að þá ákváðum við að rífa okkur í gang, betra seint en aldrei.“ Valur náði ekki inn jöfnunarmarki fyrr en á 85. mínútur en hafði þá náð að pressa Þór/KA vel. „Við gerðum þetta smá stressandi. Fanndís komst í dauðafæri og svona en við náum að klára þetta sem er bara mjög gott.“ Hvernig var að sjá boltann inni þegar þið jafnið? „Þetta er svo gott móment, þótt við höfum bara verið að jafna þarna að þá var þetta sigurtilfinning að ná þessu marki inn. Auðvitað skorar maður í leik en þarna erum við undir, búnar að fá dauðafæri og loksins skorum við. Þetta var á ca. 85 mínútu þannig þetta var ljúft. Svo að setja inn annað markið að það var bara ennþá betra.“ Þessi sigur er Val mjög mikilvægur í toppbaráttunni. „Þessi stig gera það að verkum að þetta kemur okkur lengra frá Þór/KA og kemur okkur nær toppnum. Við erum þá efstar með Breiðabliki þannig þetta var mikilvægur sigur.“ Framundan eru undanúrslitin í bikarnum. Valur mætir Þrótti á föstudaginn kemur. „Við erum mjög spenntar, við ætlum alla leið. Við ætlum að halda áfram að gera það sem við gerum vel og vonandi skilar það okkur í úrslitin. Þetta verður erfiður leikur, ég hvet alla til að koma og horfa.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Fyrri hálfleikur var með öllu tíðindalaus en Valur hélt betur í boltann án þess þó að ná að skapa sér færi. „Fyrri hálfleikur var ekki slæmur en heldur ekki mjög góður. Við vorum ekki að skapa okkur rosalega mikið, bæði liðin voru að gera sitt. Í seinni hálfleik komu Þór/KA sterkar inn og ná inn þessu marki. Þegar við fengum það á okkur að þá ákváðum við að rífa okkur í gang, betra seint en aldrei.“ Valur náði ekki inn jöfnunarmarki fyrr en á 85. mínútur en hafði þá náð að pressa Þór/KA vel. „Við gerðum þetta smá stressandi. Fanndís komst í dauðafæri og svona en við náum að klára þetta sem er bara mjög gott.“ Hvernig var að sjá boltann inni þegar þið jafnið? „Þetta er svo gott móment, þótt við höfum bara verið að jafna þarna að þá var þetta sigurtilfinning að ná þessu marki inn. Auðvitað skorar maður í leik en þarna erum við undir, búnar að fá dauðafæri og loksins skorum við. Þetta var á ca. 85 mínútu þannig þetta var ljúft. Svo að setja inn annað markið að það var bara ennþá betra.“ Þessi sigur er Val mjög mikilvægur í toppbaráttunni. „Þessi stig gera það að verkum að þetta kemur okkur lengra frá Þór/KA og kemur okkur nær toppnum. Við erum þá efstar með Breiðabliki þannig þetta var mikilvægur sigur.“ Framundan eru undanúrslitin í bikarnum. Valur mætir Þrótti á föstudaginn kemur. „Við erum mjög spenntar, við ætlum alla leið. Við ætlum að halda áfram að gera það sem við gerum vel og vonandi skilar það okkur í úrslitin. Þetta verður erfiður leikur, ég hvet alla til að koma og horfa.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira