Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2024 21:21 TJ Cook er flugstjóri „That's All, Brother", forystuvélar innrásarinnar í Normandí. Bjarni Einarsson Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30