„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:04 Helga Björg Heiðdal, íbúi í Laugardal og eigandi kattarins Lítils sem fannst dauður um helgina. Hún telur víst að hundar hafi banað honum. Vísir/bjarni Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28