Samsæriskenningar eru ekki endilega rangar Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 14:22 Eírkur Bergmann segir popúlista fyrst benda á utanaðkomandi ógn, svo ásaka þeir innlenda elítu um að svíkja þjóðina í hendur hinnar utanaðkomandi ógnar og svo stilla þeir sjálfum sér fram sem vörninni gegn hvoru tveggja. vísir/vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna. Það er Routlege sem gefur bókina út eftir mánuð en að auki birtist í dag, í opnum aðgangi, bókakafli sem Eiríkur skrifaði um svipað efni í greinasafni sem einnig er í prentun hjá Routledge. „Hvort tveggja er afrakstur rannsókna sem ég hef unnið undangengin ár á því hvernig stjórnmálamenn beita samsæriskenningum sem vopni í stjórnmálabaráttu sinni.“ Svo vitnað sé í Eirík þá er í þessari bók „vopnavæðing samsæriskenninga í pólitískri orðræðu greind. Á tímum þegar sannleikur og skáldskapur renna saman beita leiðtogar þjóðernispopúlista samsæriskenningum sem pólitísku vopni.“ Ný og spennandi bók er væntanleg eftir Eirík en hún kemur aðeins út á ensku. Eiríkur skoðar samspil popúlisma og samsæriskenninga og áhrif þeirra á lýðræðislega ferla könnuð. Og út á hvað gengur þetta eiginlega? „Sko, í þessari bók þá smíða ég skapalón til þess að greina það þegar einkum popúlískir stjórnmálamenn nota samsæriskenningar sem orðræðuvopn í pólitík sinni. Skapalónið er svona: Fyrst benda þeir á utanaðkomandi ógn, svo ásaka þeir innlenda elítu um að svíkja þjóðina í hendur hinnar utanaðkomandi ógnar og svo stilla þeir sjálfum sér fram sem vörninni gegn hvoru tveggja, semsé gegn hinni utanaðkomandi ógn og innlendu svikulu elítunni. Samsæri er daglegt brauð Eiríkur segist taka fyrir þrjú atriði, samsæriskenningar sem eru ráðandi hver á sínum stað í heiminum. Mér finnst þú vera að lýsa íslenskum stjórnmálum? „Þetta er alþjóðleg þróun og Ísland er hluti af alheiminum.“ En af hverju kemur bókin ekki út á íslensku? „Vegna þess að fleiri lesa ensku en íslensku og ég starfa sem fræðimaður á alþjóðavettvangi. Kollegar mínir eru í öðrum löndum og fræðisamfélagið sem hrærist í notar ensku. Enskan er einfaldlega tungan sem maður verður að nota vilji maður ná máli. En auðvitað langar mig til þess að sjá þetta koma út á á okkar ylhýra líka, það væri gaman. Eiríkur smíðar skapalón til að greina hvernig popúlískir stjórnmálamenn nota samsæriskenningar sem orðræðuvopn.vísir/vilhelm En segðu mér, þessar samsæriskenningar; er ekki varasamt að afskrifa þær sem bull frá upphafi til enda? „Samsæriskenningar eru ekki endilega rangar, þær þurfa ekki að vera bull frá upphafi til enda. Yfirleitt er eitthvað saltkorn sem fæðir þær, en samkvæmt skilgreiningu ganga þær gegn ríkjandi skýringu á málinu sem um ræðir. Til eru samsæriskenningar sem síðar hafa reynst réttar, svo sem Watergate til dæmis. Og samsæri eru þannig lagað daglegt brauð. En hér er um að ræða ósannaðar og yfirleitt ósannanlegar kenningar sem ganga gegn bestu þekkingu okkar á málinu.“ Illvirkjar frá miðausturlöndum vilja skipta út kristinni arfleifð Uhhh, ef ég tek dæmi… mér dettur í hug bólusetingarnar. Nú virðist það vera að koma á daginn sem þeir sem stimplaðir voru samsæriskenningasmiðir héldu fram? „Flestar samsæriskenningar um bólusetningar eru kolrangar og byggja á falsaðri rannsókn Andrew Wakefield. Kófið endurvakti þær samsæriskenningar. En hins vegar geta bólusetningar haft aukaverkanir og það er annað mál sem fyllilega er réttmætt að ræða. Hér erum við þó komnir langt út fyrir efni bókarinanr sem snýr einvörðungu að pólitískum samsæriskenningum.“ Ók. En hvernig og hvar birtast þessar kenningar helst? „Í bókinni tek ég fyrir þrjár megin samsæriskenningar samtímans, hver um sig ríkjandi á mismunandi heimssvæðum, eru til skoðunar: Evrasíukenningin í Evrópu, djúpríkiskenningin í Bandaríkjunum og and-vestrænar kenningar í Rússlandi.“ Eiríkur segir að varðandi þá fyrstu þá er það óttinn um að illvirkjar í miðausturlöndum með aðstoð sósíaldemókratískra svikara heima fyrir ætli sér að skipta út kristinni arfleifð Evrópu fyrir íslam. „Yfirleitt er fremur daðrað við þennan ótta en að fylla alveg út í söguna, þetta gera til dæmis Marine Le Pen, Nigel Farage, Grigoria Meloni, Geert Wilders og svo framvegis.“ Popúlísk viðhorf vissulega til á Íslandi Eiríkur segir það áhugaverða hér er að áhyggjur af samfélagsbreytingu með innflytjendastraumi geta verið færðar fram án þess að um samsæriskenningu sé að ræða. „Það blasir við. En það sem ég er að gera er greina áhrifin af því þegar stjórnmálamenn seilast lengra inn á svið samsæriskenninganna og ala á óttanum um hina fyllri kenningu. Það má þá ganga svo langt að ætla að ótti og/eða samsæriskenningar ráði þessari hægrisveiflu í Evrópu? „Óttinn sem þessi samsæriskenning vekur og stjórnmálamenn næra í síauknum og síopnari mæli er skýr aflvél á bak við þá sveiflu, en blandast vissulega ýmsu öðru.“ En hvar birtist þessi áhersla helst á Íslandi? „Ísland er ekki eitt þeirra dæma sem rannsökuð eru í bókinni,“ segir Eiríkur og lætur ekki veiða sig í neinar gildrur. Oft rifja sárreiðir Framsóknarmenn það upp þegar Eiríkur sagði að í þeirra stefnu mætti greina popúlisma. Eiríkur segir tilgang samsæriskenninganna vera þann að vekja ótta meðal kjósenda.vísir/arnar „Jújú, sú útgáfa Framsóknarflokksins gerði það vissulega.“ Og má þá ekki segja það sama um Miðflokkinn? Og jafnvel hluta til Sjálfstæðisflokk? „Þau popúlísku sjónarmið eru til á Íslandi, þau eru vissulega til í Miðflokknum en þá er ekki þar með sagt að flokkurinn einkennist einkum af því. Ég hef þó ekki gert sérstaka greiningu á íslensku flokkunum nú í nokkur á.“ Alltaf endar þetta allt saman hjá Soros Gott og vel. En ég er að reyna að koma auga á hvar þær birtast þessari samsæriskenningar. Eru það samfélagsmiðlarnir, eða..? „Sko, þessar kenningar samvefjast inn í alla stjórnmálaumræðu samtímans, sumir stjórnmálamenn beita þeim skýrt, svo sem Trump um djúpríkið, þessir sem ég nefndi áðan um Evrarabíu, Pútin um að Vesturlönd ætli að má Rússlandi út af kortinu. Ég fer yfir það allt í bókinni en stóra framlagið er að greina hvernig þessar kenningar vekja ótta og dreifast um í stjórmálaorðræðunni, það gerist í máli stjórnmálamannanna, endurómí í almennum fjölmiðlum og með dreifileiðum félagsmiðla. Það er þessi tilfærsla sjónarmiða sem áður lifðu á jaðri inn í meginstrauminn með fjölþættum leiðum sem rannsóknin sýnir.“ Þetta er ágætt. Nema, hvað er það sem ég heyri með þig og hlaðvarp, stendur til að splæsa í eitt slíkt? „Já, við Hulda Þórisdóttir prófessor erum að taka upp podcast um samsæriskenningar frá öllum hliðum, ekki bara þessum pólitísku, það fer í loftið undir haustið að mér skilst.“ Er Soros til? „Alltaf endar þetta allt hjá honum,“ segir Eiríkur og glottir. Bókaútgáfa Höfundatal Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það er Routlege sem gefur bókina út eftir mánuð en að auki birtist í dag, í opnum aðgangi, bókakafli sem Eiríkur skrifaði um svipað efni í greinasafni sem einnig er í prentun hjá Routledge. „Hvort tveggja er afrakstur rannsókna sem ég hef unnið undangengin ár á því hvernig stjórnmálamenn beita samsæriskenningum sem vopni í stjórnmálabaráttu sinni.“ Svo vitnað sé í Eirík þá er í þessari bók „vopnavæðing samsæriskenninga í pólitískri orðræðu greind. Á tímum þegar sannleikur og skáldskapur renna saman beita leiðtogar þjóðernispopúlista samsæriskenningum sem pólitísku vopni.“ Ný og spennandi bók er væntanleg eftir Eirík en hún kemur aðeins út á ensku. Eiríkur skoðar samspil popúlisma og samsæriskenninga og áhrif þeirra á lýðræðislega ferla könnuð. Og út á hvað gengur þetta eiginlega? „Sko, í þessari bók þá smíða ég skapalón til þess að greina það þegar einkum popúlískir stjórnmálamenn nota samsæriskenningar sem orðræðuvopn í pólitík sinni. Skapalónið er svona: Fyrst benda þeir á utanaðkomandi ógn, svo ásaka þeir innlenda elítu um að svíkja þjóðina í hendur hinnar utanaðkomandi ógnar og svo stilla þeir sjálfum sér fram sem vörninni gegn hvoru tveggja, semsé gegn hinni utanaðkomandi ógn og innlendu svikulu elítunni. Samsæri er daglegt brauð Eiríkur segist taka fyrir þrjú atriði, samsæriskenningar sem eru ráðandi hver á sínum stað í heiminum. Mér finnst þú vera að lýsa íslenskum stjórnmálum? „Þetta er alþjóðleg þróun og Ísland er hluti af alheiminum.“ En af hverju kemur bókin ekki út á íslensku? „Vegna þess að fleiri lesa ensku en íslensku og ég starfa sem fræðimaður á alþjóðavettvangi. Kollegar mínir eru í öðrum löndum og fræðisamfélagið sem hrærist í notar ensku. Enskan er einfaldlega tungan sem maður verður að nota vilji maður ná máli. En auðvitað langar mig til þess að sjá þetta koma út á á okkar ylhýra líka, það væri gaman. Eiríkur smíðar skapalón til að greina hvernig popúlískir stjórnmálamenn nota samsæriskenningar sem orðræðuvopn.vísir/vilhelm En segðu mér, þessar samsæriskenningar; er ekki varasamt að afskrifa þær sem bull frá upphafi til enda? „Samsæriskenningar eru ekki endilega rangar, þær þurfa ekki að vera bull frá upphafi til enda. Yfirleitt er eitthvað saltkorn sem fæðir þær, en samkvæmt skilgreiningu ganga þær gegn ríkjandi skýringu á málinu sem um ræðir. Til eru samsæriskenningar sem síðar hafa reynst réttar, svo sem Watergate til dæmis. Og samsæri eru þannig lagað daglegt brauð. En hér er um að ræða ósannaðar og yfirleitt ósannanlegar kenningar sem ganga gegn bestu þekkingu okkar á málinu.“ Illvirkjar frá miðausturlöndum vilja skipta út kristinni arfleifð Uhhh, ef ég tek dæmi… mér dettur í hug bólusetingarnar. Nú virðist það vera að koma á daginn sem þeir sem stimplaðir voru samsæriskenningasmiðir héldu fram? „Flestar samsæriskenningar um bólusetningar eru kolrangar og byggja á falsaðri rannsókn Andrew Wakefield. Kófið endurvakti þær samsæriskenningar. En hins vegar geta bólusetningar haft aukaverkanir og það er annað mál sem fyllilega er réttmætt að ræða. Hér erum við þó komnir langt út fyrir efni bókarinanr sem snýr einvörðungu að pólitískum samsæriskenningum.“ Ók. En hvernig og hvar birtast þessar kenningar helst? „Í bókinni tek ég fyrir þrjár megin samsæriskenningar samtímans, hver um sig ríkjandi á mismunandi heimssvæðum, eru til skoðunar: Evrasíukenningin í Evrópu, djúpríkiskenningin í Bandaríkjunum og and-vestrænar kenningar í Rússlandi.“ Eiríkur segir að varðandi þá fyrstu þá er það óttinn um að illvirkjar í miðausturlöndum með aðstoð sósíaldemókratískra svikara heima fyrir ætli sér að skipta út kristinni arfleifð Evrópu fyrir íslam. „Yfirleitt er fremur daðrað við þennan ótta en að fylla alveg út í söguna, þetta gera til dæmis Marine Le Pen, Nigel Farage, Grigoria Meloni, Geert Wilders og svo framvegis.“ Popúlísk viðhorf vissulega til á Íslandi Eiríkur segir það áhugaverða hér er að áhyggjur af samfélagsbreytingu með innflytjendastraumi geta verið færðar fram án þess að um samsæriskenningu sé að ræða. „Það blasir við. En það sem ég er að gera er greina áhrifin af því þegar stjórnmálamenn seilast lengra inn á svið samsæriskenninganna og ala á óttanum um hina fyllri kenningu. Það má þá ganga svo langt að ætla að ótti og/eða samsæriskenningar ráði þessari hægrisveiflu í Evrópu? „Óttinn sem þessi samsæriskenning vekur og stjórnmálamenn næra í síauknum og síopnari mæli er skýr aflvél á bak við þá sveiflu, en blandast vissulega ýmsu öðru.“ En hvar birtist þessi áhersla helst á Íslandi? „Ísland er ekki eitt þeirra dæma sem rannsökuð eru í bókinni,“ segir Eiríkur og lætur ekki veiða sig í neinar gildrur. Oft rifja sárreiðir Framsóknarmenn það upp þegar Eiríkur sagði að í þeirra stefnu mætti greina popúlisma. Eiríkur segir tilgang samsæriskenninganna vera þann að vekja ótta meðal kjósenda.vísir/arnar „Jújú, sú útgáfa Framsóknarflokksins gerði það vissulega.“ Og má þá ekki segja það sama um Miðflokkinn? Og jafnvel hluta til Sjálfstæðisflokk? „Þau popúlísku sjónarmið eru til á Íslandi, þau eru vissulega til í Miðflokknum en þá er ekki þar með sagt að flokkurinn einkennist einkum af því. Ég hef þó ekki gert sérstaka greiningu á íslensku flokkunum nú í nokkur á.“ Alltaf endar þetta allt saman hjá Soros Gott og vel. En ég er að reyna að koma auga á hvar þær birtast þessari samsæriskenningar. Eru það samfélagsmiðlarnir, eða..? „Sko, þessar kenningar samvefjast inn í alla stjórnmálaumræðu samtímans, sumir stjórnmálamenn beita þeim skýrt, svo sem Trump um djúpríkið, þessir sem ég nefndi áðan um Evrarabíu, Pútin um að Vesturlönd ætli að má Rússlandi út af kortinu. Ég fer yfir það allt í bókinni en stóra framlagið er að greina hvernig þessar kenningar vekja ótta og dreifast um í stjórmálaorðræðunni, það gerist í máli stjórnmálamannanna, endurómí í almennum fjölmiðlum og með dreifileiðum félagsmiðla. Það er þessi tilfærsla sjónarmiða sem áður lifðu á jaðri inn í meginstrauminn með fjölþættum leiðum sem rannsóknin sýnir.“ Þetta er ágætt. Nema, hvað er það sem ég heyri með þig og hlaðvarp, stendur til að splæsa í eitt slíkt? „Já, við Hulda Þórisdóttir prófessor erum að taka upp podcast um samsæriskenningar frá öllum hliðum, ekki bara þessum pólitísku, það fer í loftið undir haustið að mér skilst.“ Er Soros til? „Alltaf endar þetta allt hjá honum,“ segir Eiríkur og glottir.
Bókaútgáfa Höfundatal Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira