Öryrkjar í fjötrum fátæktar Svanberg Hreinsson skrifar 24. júní 2024 09:31 Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar