Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 07:32 Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur sagt sig úr Vinstri grænum eftir tólf ára þingsetu fyrir flokkinn. Vísir/Friðrik Þór Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. „VG er að færa Grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda,“ segir Lilja Rafney í grein sinni sem fyrst birtist á vef BB. Hún segir að það hafi tekið steininn úr þegar flokkurinn samþykkti nú við þinglok frumvarp um kvótasetningu og framsal á Grásleppu. Þannig hafi flokkurinn tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjávarútvegsmálum. Þá gagnrýnir Lilja Rafney harðlega hversu lítið hefur verið gert í þessum málum á kjörtímabilinu í matvælaráðuneytinu, sem Vinstri græn hafa stjórnað. Lilja Rafney er ein af stofnendum flokksins.Vísir/Vilhelm „Heldur var þar lagt til að hækka enn frekar kvótaþakið fyrir stórútgerðina í stað þess að taka á þeim veruleika að í mörg ár hefur verið gagnrýnt að þar væru kross eignatengsl og allt benti til þess að útgerðir væru komnar yfir leyfilega aflahlutdeild,“ segir Lilja Rafney. Hún segir trúverðugleika flokksins í sjávarútvegsmálum brostinn og að flokkurinn sé kominn langt frá sinni stefnu. Lilja Rafney var fyrst kjörin á þing fyrir Vinstri græn árið 2009 og sat þar til 2021 fyrir flokkinn.Vísir/Vilhelm „Ég hef sem varaþingmaður VG frá árinu 2021 og sem fyrrum þingmaður til 12 ára verið í miklum samskiptum við talsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja og forystu hagsmuna aðila í Strandveiðum s.s. Landssamband smábátaeigenda og Strandveiðifélagið og lagt mig fram um að tala máli landsbyggðarinnar og lítilla og meðalstórra útgerða og við forystu VG og á fundum VG undanfarin ár en það hefur ekki borið tilætlaðan árangur síðustu 3 ár,“ segir Lilja Rafney og að þegar grásleppuveiði sé nú komin í kvótakerfi þá veiki það strandveiðikerfið. Lilja Rafney hefur setið sem varaþingmaður Vinstri grænna á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Lilja Rafney segist kveðja flokkinn með sorg í hjarta. „Ég kveð VG með sorg í hjarta en er þakklát fyrir margt gott sem VG hefur staðið fyrir og komið í verk sem ekki er sjálfgefið í ólgusjó stjórnmálanna þau12 ár sem ég sat á Alþingi . Ég var ein af stofnfélögum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og hef lagt mitt af mörkum í flokksstarfinu síðustu 25 árin en finn að ég á ekki samleið lengur með flokksforystunni þó stefna VG sé um margt mjög góð. Ég óska fyrrum félögum mínum alls góðs en þegar maður finnur sig ekki lengur eiga samleið með flokki sínum þó stefnan sé heilt yfir góð þá fer ekki saman hljóð og mynd. Þá er best að kveðja í stað þess að daga uppi ósátt talandi út í tómið,“ segir Lilja Rafney að lokum. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. 16. júní 2024 17:42 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„VG er að færa Grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda,“ segir Lilja Rafney í grein sinni sem fyrst birtist á vef BB. Hún segir að það hafi tekið steininn úr þegar flokkurinn samþykkti nú við þinglok frumvarp um kvótasetningu og framsal á Grásleppu. Þannig hafi flokkurinn tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjávarútvegsmálum. Þá gagnrýnir Lilja Rafney harðlega hversu lítið hefur verið gert í þessum málum á kjörtímabilinu í matvælaráðuneytinu, sem Vinstri græn hafa stjórnað. Lilja Rafney er ein af stofnendum flokksins.Vísir/Vilhelm „Heldur var þar lagt til að hækka enn frekar kvótaþakið fyrir stórútgerðina í stað þess að taka á þeim veruleika að í mörg ár hefur verið gagnrýnt að þar væru kross eignatengsl og allt benti til þess að útgerðir væru komnar yfir leyfilega aflahlutdeild,“ segir Lilja Rafney. Hún segir trúverðugleika flokksins í sjávarútvegsmálum brostinn og að flokkurinn sé kominn langt frá sinni stefnu. Lilja Rafney var fyrst kjörin á þing fyrir Vinstri græn árið 2009 og sat þar til 2021 fyrir flokkinn.Vísir/Vilhelm „Ég hef sem varaþingmaður VG frá árinu 2021 og sem fyrrum þingmaður til 12 ára verið í miklum samskiptum við talsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja og forystu hagsmuna aðila í Strandveiðum s.s. Landssamband smábátaeigenda og Strandveiðifélagið og lagt mig fram um að tala máli landsbyggðarinnar og lítilla og meðalstórra útgerða og við forystu VG og á fundum VG undanfarin ár en það hefur ekki borið tilætlaðan árangur síðustu 3 ár,“ segir Lilja Rafney og að þegar grásleppuveiði sé nú komin í kvótakerfi þá veiki það strandveiðikerfið. Lilja Rafney hefur setið sem varaþingmaður Vinstri grænna á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Lilja Rafney segist kveðja flokkinn með sorg í hjarta. „Ég kveð VG með sorg í hjarta en er þakklát fyrir margt gott sem VG hefur staðið fyrir og komið í verk sem ekki er sjálfgefið í ólgusjó stjórnmálanna þau12 ár sem ég sat á Alþingi . Ég var ein af stofnfélögum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og hef lagt mitt af mörkum í flokksstarfinu síðustu 25 árin en finn að ég á ekki samleið lengur með flokksforystunni þó stefna VG sé um margt mjög góð. Ég óska fyrrum félögum mínum alls góðs en þegar maður finnur sig ekki lengur eiga samleið með flokki sínum þó stefnan sé heilt yfir góð þá fer ekki saman hljóð og mynd. Þá er best að kveðja í stað þess að daga uppi ósátt talandi út í tómið,“ segir Lilja Rafney að lokum.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. 16. júní 2024 17:42 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. 16. júní 2024 17:42
Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent